Katrín Jakobsdóttir (Replik)

Information

Speech type
Replik
Speech number
140
Date

Já, takk. Ég svara á íslensku en menningarráðherrarnir þeir funda núna eftir hádegi og ég reikna með því að við ræðum þar þá skýrslu sem Bertel Haarder nefnir um sem sagt samræmingu á norrænum sjónvarpsstöðvum. Við ræddum þetta á síðasta menningarráðherrafundi. Ráðherrarnir hafa ekki tekið undir kannski hugmyndirnar um að stofna nýja norræna sjónvarpsstöð sem við ræddum hér á síðasta Norðurlandaráðsþingi en þá var niðurstaðan sú að aukið aðgengi milli norrænu sjónvarpsstöðvanna væri það sem þyrfti til.

Ég tek undir með Bertel Haarder um nauðsyn þess að við eflum tungumálaskilning á milli landanna. Ég hef lært mest af norrænum tungumálum þegar ég var samstarfsráðherra. Þá fékk ég mér aðgang að DR1 og DR2, NRK1 og NRK2 og SVT1 og SVT2 og það hefur hjálpað mér mest við að skilja norsku, dönsku og sænsku. Og ég held að við verðum að leggja aukna áherslu á þetta í okkar störfum þó að þetta sé alltaf undirliggjandi. En með táknmálið langar mig til að nefna að Íslendingar gerðu táknmál að lögbundnu móðurmáli táknmálstalandi fólks og heyrnarlausra í fyrra og við vinnum núna samkvæmt þeirri löggjöf.

Skandinavisk oversettelse:

Ja, tak. Jeg svarer på islandsk, og kulturministrene mødes her i eftermiddag, og jeg forventer at vi i den forbindelse diskuterer den rapport, som Bertel Haarder nævner, om harmonisering mellem de nordiske tv-stationer. Vi diskuterede den på forrige kulturministermøde. Ministrene bifaldt måske ikke idéen om at oprette den nye nordisk tv-kanal, som vi diskuterede på forrige Nordisk Råds session, hvor man konkluderede at øget tilgang til de nordiske tv-stationer var det der skulle til.

Jeg er enig med Bertel Haarder om nødvendigheden af at styrke sprogforståelsen mellem landene. Jeg lærte mest nordiske sprog, da jeg blev samarbejdsminister. Da skaffede jeg mig adgang til DR1 og DR2, NRK1 og NRK2 og SVT1 og SVT2 og det var det der hjalp mig mest med at forstå norsk, dansk og svensk. Og jeg tror at vi må lægge øget vægt på dette i vores arbejde selv om det altid er underliggende. Hvad tegnsprog angår så vil jeg gerne nævne at sidste år fastsatte islændingene ved lov at tegnsprog er de tegnsprogstalendes og døves modersmål, og vi arbejder nu i henhold til denne lov.