Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Hovedindlæg)

Information

Speech type
Hovedindlæg
Speech number
69
Speaker role
Islands Statsminister
Date

Forseti. Í gegnum árin höfum við oft staðið hér á þessum vettvangi og rætt um framtíð norræns samstarfs, hvort það svari kalli tímans, hvort það skipti máli í pólitískri umræðu og hverju það skili. Mér sýnist hins vegar að í yfirskrift þessarar þemaumræðu sé gengið út frá því sem staðreynd að norrænt samstarf sé okkur mikilvægt og því ber vissulega að fagna.

Í umræðunni fyrir réttu ári lýsti ég þeirri skoðun minni að okkur bæri að nýta betur þau sóknarfæri sem felast í norrænni samvinnu. Skipulag samstarfsins er nefnilega sveigjanlegt og í því leynast tækifæri sem við eigum að grípa. Grundvallarhugmyndin um norræna virðisaukann þarf að beita á fleiri viðfangsefni samtímans en nú er gert og það er fátt í sjálfri uppbyggingu samstarfsins sem kemur í veg fyrir að við gerum það.

Öryggismál í hefðbundnum skilningi hafa hingað til verið viðfangsefni utanríkis- og varnarmálaráðherranna. Hins vegar er það svo að á undanförnum árum hafa þeir atburðir gerst, bæði á Norðurlöndum og utan þeirra, sem gera það að verkum að fjalla þarf um öryggismál á annan hátt en áður. Það er samdóma álit þeirra sem gerst þekkja að fylgjast þurfi mun betur með tilhneigingum til öfgahyggju á Norðurlöndum og hinum ýmsu birtingarmyndum hennar. Hvatning til ofbeldis á netinu, svokallaðar hryðjuverkatúrismi og endurkoma norrænna borgara sem tekið hafa þátt í hryðjuverkastarfsemi á erlendri grundu – allt eru þetta atriði sem löndin þurfa að fylgjast vel með og því eðlilegt að efna til nánara samstarfs í þeim efnum eins og Erna Solberg gat um áðan.

Nýverið bundust norrænu dómsmálaráðherrarnir fastmælum um að hefja samstarf á þessu sviði á vettvangi norrænu ráðherranefndarinnar. Við sama tækifæri ákváðu ráðherrarnir að verja fjármagni til norræns verkefnis um lýðræði, aðlögun og öryggi – Demokrati, inkludering, säkerhet – sem verið hefur í undirbúningi hjá samstarfsráðherrunum og verður hleypt af stokkunum í byrjun desember. Við verðum að vera betur vakandi fyrir hættunum sem koma innan frá í samfélögum okkar og hættum sem geta orðið að raunverulegri ógn. Þar getur norræna samstarfið komið sterkt inn í til að bregðast við. Við getum líklega öll orðið sammála um að samkeppni í hnattrænum heimi hafi sjaldan verið eins hörð. Á alþjóðlegum samkeppnismarkaði vilja Norðurlöndin láta til sín taka og telja sig, með réttu, hafa margt fram að færa. En sú skoðun nýtur nú vaxandi fylgis að Norðurlönd eigi ekki að keppa hvert við annað um athyglina á nýjum og fjarlægum mörkuðum heldur sé heillavænlegra að þau kynni sig sameiginlega sem aðlaðandi markaðssvæði með 26 milljónir manna með sameiginlega menningu og sögu. Þess háttar kynningarstarf, eða það sem oft er kallað „branding“, er viðfangsefni sem hentar vel að leysa á vettvangi norræns samstarfs.

Um þessar mundir er mikill áhugi á öllu því sem norrænt er og þá ekki hvað síst norrænni menningu. Þess er skemmst að minnast þegar Norðurlönd stóðu saman að glæsilegri menningarkynningu í Washington í samstarfi við Kennedy Center þar í borg fyrir rúmum tveimur árum. Þessi viðburður þótti takast einstaklega vel og það er kannski táknrænt að leitað var til allra landanna sameiginlega um þessa kynningu. Þá kom vel í ljós sá styrkur sem felst í því að eiga öflugt og þétt svæðasamstarf eins og það norræna. Norræna ráðherranefndin hefur nú mótað sameiginlega kynningarstefnu fyrir Norðurlönd og sett hefur verið fjármagn í að framkvæma hana með ýmsum kynningarverkefnum. Fróðlegt verður að fylgjast með þessari vinnu á næstu missirum.

Við Íslendingar nýttum síðasta formennskuár okkar í Norrænu ráðherranefndinni til að ýta úr vör viðamiklu verkefni um norrænt lífhagkerfi, NordBio. Með mikilli einföldun má segja að hugmyndafræði lífhagkerfisins gangi út á það að sem minnstu sé sóað af lifandi auðlindum okkar, nánast allt skuli nýtt og ekkert megi fara í súginn. Þetta eru grunnhugmyndir sem þarf að innleiða í alla framleiðslu og neyslu. Verkefnið, sem var það stærsta af formennskuverkefnum okkar, heldur áfram út árið 2016. en það er von okkar að svokallaður BioPanel sem skipaður er færustu vísindamönnum Norðurlanda á þessu sviði muni taka við keflinu þannig að áherslan á lífhagkerfið verði að fastri stærð í norrænu samstarfi.

Flest ríki eru nú að móta sér stefnu í þessum málum eða hafa gert það nú þegar. Á vettvangi ESB og Sameinuðu þjóðanna fer fram mikil vinna sem miðar að því að byggja upp öflugt lífhagkerfi framtíðarinnar. Ég er þeirrar skoðunar að með sama hætti og við mótuðum á sínum tíma sameiginlega stefnu um sjálfbær Norðurlönd þá eigum við að taka á þessu verkefni sameiginlega. Í því felst augljós norrænn virðisauki þar sem viðfangsefnið yrði það sama, óháð því hvað land ætti í hlut.

Forseti. Flóttafólk og annað förufólk streymir nú til Evrópu, þar með talið til Norðurlanda sem aldrei fyrr. Ég ætla ekki að rekja orsakir þessara sögulegu viðburða hér, þær ættu að vera okkur öllum ljósar. Áskorunin er mikil og vandinn fordæmalaus. Ég tel að við getum eflt samstarf okkar einnig hvað þessa miklu áskorun varðar. En þar sitja illa ígrundaðar og mótsagnakenndar aðgerðir og aðgerðaleysi Evrópusambandsins strik í reikninginn. Ég hef lagt áherslu á að mikilvægt sé að nálgast flóttamannavandann á heildstæðan hátt og í náinni samvinnu ríkja. Norrænt samstarf er vel skipulagt og hefur margsinnis sýnt að það getur brugðist hratt og vel við nýjum áskorunum. Því tel ég einboðið að sá vettvangur geti nýst okkur vel í þessu máli líka. – Ég þakka áheyrnina.

Skandinavisk oversættelse

Præsident. I årenes løb har vi ofte stået her i dette forum og diskuteret det nordiske samarbejdes fremtid, om hvorvidt det var tidssvarende, om hvorvidt det gjorde forskel i den politiske debat, og hvilke resultater det skabte. Det forekommer mig derimod, at man i overskriften for denne temadebat tager det som en selvfølge, at nordisk samarbejde er vigtigt for os, og det bør vi selvfølgelig være glade for. 

I debatten for et år siden, gav jeg udtryk for den holdning, at vi burde udnytte de muligheder, som nordisk samarbejde rummer, bedre. Samarbejdets organisation er nemlig fleksibel, hvilket indebærer muligheder, som vi bør benytte os af. Princippet om nordisk merværdi må vi gøre mere brug af, end det nu er tilfældet, når vi griber samtidens udfordringer an, og der er ikke meget i samarbejdets egen struktur, der forhindrer os i dette. 

Sikkerhedspolitik i traditionel forstand har hidtil været udenrigs- og forsvarsministrenes opgave. Derimod har der fundet hændelser sted i de senere år, i Norden såvel som udenfor, som bevirker, at der er behov for at behandle sikkerhedspolitik anderledes end før. De, der er bedst indsat i disse forhold, er allesammen enige om, at der er behov for at holde bedre øje med tendenser til ekstremisme i Norden og dennes forskellige udtryksformer. Opfordring til vold på nettet, såkaldt terror-turisme og hjemvendte nordiske medborgere, der har deltaget i terrorhandlinger i udlandet – alle disse forhold må landene holde vågent øje med, og derfor er det naturligt at øge samarbejdet på dette område, som Erna Solberg var inde på tidligere. 

For nyligt blev de nordiske justitsministre enige om at indlede et samarbejde på dette område inden for rammerne af Nordisk Ministerråd. Ved samme anledning besluttede ministrene at bevilge penge til en nordisk satsning om demokrati, inkludering og sikkerhed – Demokrati, inkludering, säkerhet – som samarbejdsministrene har forberedt og som bliver søsat i begyndelsen af december. Vi må være mere vågne over for de farer, der komme indefra i vores samfund, og de farer, der kan udvikle sig til reel terror. Der kan nordisk samarbejde være et stærkt redskab til håndtering af problemet. Vi er formentlige allesammen enige om, at konkurrencen i en globaliseret verden sjældent har været så hård som nu. De nordiske lande ønsker at gøre sig gældende på internationale markeder og anser med rette, at de har en del at bidrage med. Den holdning bliver dog stadig mere udbredt, at Norden ikke skal konkurrere indbyrdes om opmærksomheden på nye og fjerne markeder, og at det er mere gunstigt, at de optræder samlet som et attraktivt marked med 26 millioner indbyggere med fælles kultur og historie. Den slags pr-arbejde eller „branding“, som det ofte bliver kaldt, er en oplagt opgave til at blive løst i nordisk samarbejde. 

På nuværende tidspunkt er der stor interesse for alt, der er nordisk, ikke mindst nordisk kultur. Senest gik Norden sammen om et imponerende kulturfremstød i Washington i samarbejde med det lokale Kennedy Center for lidt over to år siden. Denne begivenhed ansås for at være særdeles vellykket, og måske er det symbolsk, at landene fik en fælles henvendelse om sådan et fremstød. Styrken i et stærkt og tæt regionalt samarbejde som det nordiske blev demonstreret. Nordisk Ministerråd har vedtaget en fælles profileringsstrategi for Norden, og økonomiske midler er afsat til at gennemføre forskellige profileringsprojekter. Det bliver interessant at følge dette arbejde i de kommende måneder.

Vi i Island udnyttede vores formandskabsår i Nordisk Ministerråd til at søsætte et omfattende projekt om nordisk bioøkonomi, NordBio. Populært sagt så går bioøkonomiens ideologi ud på at minimere spild af levende ressourcer, praktisk taget alt skal bruges og intet må gå til spilde. Der er tale om principper som bør indgå i al produktion og forbrug. Projektet, som var det største af vores formandskabsprojekter, fortsætter frem til slutningen af 2016, og det er vores forhåbning, at den såkalde BioPanel, bestående af Nordens førende videnskabsfolk på dette område, vil overtage stafetten for at fokus på bioøkonomi kan blive en konstant i nordisk samarbejde. 

De fleste lande er nu i gang med at udforme en politik på dette område, hvis de ikke allerede har gjort det. I EU- og FN-regi udføres et stort arbejde med henblik på at opbygge en kraftig bioøkonomi for fremtiden. Jeg er af den opfattelse, at på samme måde som vi i sin tid udformede en fælles strategi om et bæredygtigt Norden, så bør vi tage et fælles greb om denne opgave. Det indebærer en klar nordisk merværdi, da opgaven ville være den samme uanset hvilket land, det drejede sig om. 

Præsident. Flygtninge og andre migranter strømmer nu til Europa, herunder Norden, som aldrig før. Jeg vil ikke her redegøre for baggrunden for disse historiske begivenheder, det burde stå klart for enhver. Udfordringen er stor og problemet uden sidestykke. Jeg anser, at vi kan styrke vores samarbejde, også når det gælder denne store udfordring. EUs dårligt gennemtænkte og modsigelsesfyldte handlinger og passivitet kan dog være en streg i regningen. Jeg har lagt vægt på, hvor vigtigt det er at håndtere flygtningekrisen helhedsorienteret og i et tæt mellemstatligt samarbejde. Nordisk samarbejde er velorganiseret og har ofte vist sig at kunne reagere prompte og konstruktivt på nye udfordringer. Derfor mener jeg, at det er hævet over enhver tvivl, at vi vil have gavn af dette forum, også i denne sag. – Tak.