Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Replik)

Tietoja

Laji
Replik
Puheen numero
34
Speaker role
Den Socialdemokratiske Gruppe
Päivämäärä

Ég þakka fulltrúa grænlensku ríkisstjórnarinnar fyrir þetta innlegg. Mig langar að spyrja um afstöðu Grænlendinga til málefna norðurslóða. Nú hefur mikið verið talað um það í umræðunni að í breytingunum sem eru að verða á norðurslóðum, sérstaklega á norðurheimskautinu, felist bæði tækifæri og ógnanir. Hvernig horfir málið við grænlenskum stjórnvöldum? Nú eru breytingarnar að verða mjög örar og Grænlendingar eiga mikilla hagsmuna að gæta, m.a. varðandi lifandi lífstofna í hafinu. Hvort líta menn frekar á þessa þróun sem ógnun eða tækifæri? Þarna er togstreita á milli tveggja sjónarmiða. Er annar punkturinn að verða þyngri en hinn í afstöðu lands sem á svo mikilla hagsmuna að gæta?

Skandinavisk oversættelse

Jeg vil takke den grønlandske regering for dette indlæg. Jeg har lyst til at spørge, hvordan Grønland forholder sig til Arktis. Det er blevet nævnt flere gange under debatten, at der i Arktis, især polarområderne, findes både muligheder og trusler. Hvordan ser den grønlandske regerings på dette? Ændringerne er ved at tage rigtig fart og Grønland har mange interesser at varetage, bl.a. vedrørende havets biologiske populationer. Ser man udviklingen sem en trussel eller som en mulighed? Der er konflikt mellem disse to standspunkter. Vejer den ene tungere end den anden i overvejelserne hos et land, der har så mange interesser at værne om?