Arendalsvikan 2021: Getur hreyfanleiki námsmanna farið saman við lokuð landamæri?

19.08.21 | Viðburður
Litauiska skolbarn
Ljósmyndari
Tomas Lopata/norden.org
Norðurlöndum er ætlað að vera samþættasta svæði heims og vera með sameiginlegan mennta- og vinnumarkað. Norræna ráðherranefndin vinnur að því að hamla gegn stjórnsýsluhindrunum sem hefta hreyfanleika og hagvöxt. Hvernig bitnaði kórónuveirufaraldurinn á fólki sem stundaði nám erlendis? Hvað þarf til að veita námsmönnum sem vilja taka skrefið til annnarra Norðurlanda öryggi.

Upplýsingar

Dagsetning
19.08.2021
Tími
10:00 - 11:00
Staðsetning

Nordens Telt
Langbrygga
4841 Arendal
Noregur

Gerð
Viðburður

ANSA (Association of Norwegian Students Abroad) og Info Norden, upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar standa saman að því að beina kastljósinu að áhrifum heimsfaraldursins á hreyfanleika námsfólks á Norðurlöndum.

Pallborð

  • Forseti ANSA
  • Nina Sandberg, Nefnd mennta og rannsóknarmála og norskur þingfulltrúi í Norðurlandaráði