Raddir barna um sína líðan á tímum COVID-19

03.09.21 | Viðburður
shareable: Barnens psykiska hälsa under COVID
Ljósmyndari
Norden.org
Föstudaginn 3. september kl. 14.00-14.45 í Norræna húsinu og beinu vefstreymi

Upplýsingar

Dagsetning
03.09.2021
Tími
14:00 - 14:45
Staðsetning

Nordens hus
Reykjavik
Ísland

Gerð
Online

Á tímum COVID-19 hafa börn reynt að aðlagast nýjum og öðruvsísi veruleika í skólanum, frístundum sínum og fjölskyldulífinu.Hvernig hefur veiran haft áhrif á þeirra daglega líf? Hvað hefur verið erfiðast og hvað hefur gengið best?Börn úr ráðgjafarhópi Umboðsmanns barna munu segja frá sinni líðan á kórónuveirutímum.

Auk þess mun umboðsmaður barna, Salvör Nordal, kynna niðurstöður úr þremur samráðum sem embættið hefur unnið með skólum landsins þar sem safnað var frásögnum barna um líðan þeirra og reynslu á COVID-tímum.Punktum frá fundinum verður skilað inn til Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar sem er að safna upplýsingum um líðan barna á Norðurlöndum á þessum tímum.Fundurinn er skipulagður af Umboðsmanni barna og Norræna húsinu. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Fundar fólksins sem fer fram 3. og 4. september.

Beinar útsendingar