Árleg starfsskýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar

Ljósmyndari
Alf Kronvall/norden.org

Hús Norðurlanda í Kaupmannahöfn

Norræna ráðherranefndin gefur út allmargar ársskýrslur. Þær sýna hvernig starfsemin hefur gengið bæði faglega og fjárhagslega.

Hér að neðan má lesa ársreikning Norrænu ráðherranefndarinnar og faglega ársskýrslu þar sem markmiðum og árangri er fylgt eftir. Nú kemur í fyrsta sinn út sérstaklega fagleg ársskýrsla þar sem markmiðum og árangri fjárhagsáætlunar 2023 er fylgt eftir.

Ársreikningur

Í ársreikningi Norrænu ráðherranefndarinnar er að finna skýrslu stjórnar, áritun endurskoðenda, áritun stjórnar, lýsingu á reikningsskilavenjum og loks sjálfan ársreikninginn með rekstrarreikningi, efnahagsreikningi ásamt tilheyrandi skýringum og viðaukum.

Fagleg ársskýrsla

Norræna ráðherranefndin gerir árlega grein fyrir þeim markmiðum sem sett hafa verið um nýtingu fjármagns á mismunandi liðum fjárhagsáætlunar. Frá og með fjárhagsárinu 2023 er þessu fylgt eftir í sérstakri skýrslu. Skýrslur fyrri ára má finna í eldri útgáfum undir „Verkefna- og fjárhagsáætlanir“.