Hagnýtar upplýsingar fyrir fréttamenn vegna Norðurlandaráðsþings 2024 Í Reykjavík

Journalister i arbete
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg
Hér má finna hagnýtar upplýsingar fyrir fjölmiðla í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2024. Þingið verður haldið í Alþingishúsinu í Reykjavík. Fjölmiðlum gefst færi á að fylgjast með umræðum í þingsal frá þriðjudegi 29. október til fimmtudags 31. október.

Skráning

Fréttamenn sem hyggjast fjalla um þingið á staðnum verða að skrá sig.Gilds blaðamannaskírteinis er krafist.Hægt er að skrá sig fram til 25. október. Eftir það, og ef spurningar vakna, má hafa samband við Henric Öhman upplýsingaráðgjafa á netfangið henohm@norden.org eða í síma +45 60 39 06 30. 

Blaðamannafundir

Formennska Norðurlandaráðs heldur blaðamannafund í Skála fyrir setningu þingsins þriðjudaginn 29. október kl. 10.00. Fundurinn fer fram á ensku.

Forsætisráðherrar Norðurlanda halda blaðamannafund í Skála þriðjudaginn 29. október. 

Utanríkisráðherrar Norðurlanda halda blaðamannafund í Skála miðvikudaginn 30. október.

Staður og stund verða tilkynnt síðar til blaðamanna sem hafa skráð sig 
 

Skráning

Innskráning á þingið fer fram á Alþingi að loknu öryggiseftirlit í Skála. Inngangur við Kirkjustræti 14. Við skráninguna færðu afhent aðgangskort sem gerir þér kleift að fylgjast með þingfundum og dvelja í Alþingshúsinu og Ráðhúsinu þar sem þingfundir fara fram. 

Sýna þarf gilt blaðamannaskírteini og gild skilríki með mynd við innskráningu. 

Innskráning fer fram á eftirfarandi tímum: 

  • Mánudag 28. október kl. 8.00–17.00 
  • Þriðjudaginn 29. október kl. 7.30–17.00 
  • Miðvikudaginn 30. október kl. 9.00–12.00 
  • Fimmtudaginn 31. október kl. 8.00–12.00 

Streymi

Umræður í þingsal verða sýndar í beinu streymi. Hægt er að horfa á streymið á skandinavísku, íslensku, finnsku eða ensku í salnum eða á stórum skjá í öðrum sal sem ætlaður er embættisfólki og blaðamönnum.

Allir fundir og umræður í þingsal í Ráðhúsinu eru opnar blaðamönnum. Mjög fá sæti eru þó í boði í salnum sjálfum.

Tengiliður

Tengiliður fyrir fjölmiðla:

Henric Öhman, samskiptaráðgjafi
+4560390630
henohm@norden.org

Verðlaunaafhending Norðurlandaráðs

Tilkynnt verður um verðlaunahafa Norðurlandaráðs í sjónvarpsþætti 22. október, viku áður en þingið hefst. Vinningshafarnir verða á þinginu þar sem þeir fá verðlaunagripinn afhentan en athöfnin verður ekki opin fjölmiðlum. Nánar má lesa um verðlaunin hér:

Tengiliður