NÁMSMENN Á NORÐURLÖNDUM – dæmi um stjórnsýsluhindranir

Með einstöku og markvissu pólitísku samstarfi eru Norðurlöndin að verða eitt samþættasta svæði í heimi. Mikilvægur þáttur í samstarfinu er að ryðja stjórnsýsluhindrunum úr vegi. Þrátt fyrir stóraukið starf sem miðar að því að fjarlægja stjórnsýsluhindranir eru enn ýmis ljón í vegi einstaklinga og fyrirtækja sem flytja sig yfir innri landamæri Norðurlanda.