Ert þú næsti sérfræðingur norræns samstarfs í aðlögunarmálum?

17.09.24 | Fréttir

The Nordic Migrant Expert Forum consists of people with knowledge of integration in one or more of the following spheres: the labour market, education, social and health care, gender equality, segregation and democracy and citizenship. They were all born elsewhere and migrated to a Nordic country.

Ljósmyndari
norden.org

Þátttakendur í Migrant Expert Forum 2023

Taktu þátt í að miðla sérfræðiþekkingu þínu á málefnum sem tengjast aðlögunarmálum flóttafólks og innflytjena. Norræna ráðherranefndin leitar að sérfræðingum úr hópi innflytjenda til að styrkja norrænt samstarf um aðlögunarmál.

Sem þátttakandi í Migrant Expert Forum gefst þér færi á að:

  • Stuðla að betri aðlögun flóttafólks og innflytjenda: Þekking þín og reynsla getur nýst við að auka inngildingu á Norðurlöndum.
  • Tengjast sérfræðingum: Byggðu tengsl við aðra sérfræðinga og aðila á sviði aðlögunarmála.
  • Þróa þekkingu þína: Taktu þátt í spennandi fundum og vinnustofum og kynntu þér nýjustu rannsóknir og aðferðir.

Tilgangurinn með samnorrænni skilgreiningu á aðlögun er að skapa lifandi samfélag þar sem öllum gefst færi á að taka þátt og leggja sitt af mörkum. Það á að byggjast á inngildingu, þátttöku og virðingu fyrir fjölbreytileika. 

Hoda Thabet, sérfræðingur hjá Migrant Forum frá Íslandi

Þú getur tekið þátt í að móta aðlögunarmál framtíðarinnar á Norðurlöndum

Ef þú:

  • hefur flutt til Norðurlanda
  • hefur áhuga á aðlögunarmálum og ert fulltrúi samtaka sem vinna að aðlögunarmálum
  • hefur góða samskiptafærni í Norðurlandamáli eða ensku

þá skaltu íhuga að taka þátt!


Lausar eru tvær stöður frá hverju norrænu landanna fimm (Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi) ásamt Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.

Sérfræðinganefndin starfar í þrjú ár og þátttaka er valkvæð. 
Í ákveðnum tilvikum getur Norræna ráðherranefndin staðið fyrir ferðakostnaði.

 

Umsóknarfrestur er til 13. október 2024.

Nánar um vinnu Norrænu ráðherranefndarinnar að aðlögunarmálum