Hafna norrænu örplastbanni - vilja bíða eftir stefnu ESB

01.11.17 | Fréttir
Norrænu umhverfisráðherrarnir leggjast enn gegn norrænu banni við notkun örplasts í snyrtivörum - þó ekki vegna þess að málið sé talið léttvægt. Við viljum bíða eftir plaststefnu ESB áður en við gerum frekari ráðstafanir, segir Vidar Helgesen, formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfismál 2017.

Umhverfisráðherrarnir hittu sjálfbærninefnd Norðurlandaráðs á miðvikudag en hún hafði óskað eftir pólitískri umræðu og skýringum á því að stjórnvöldin telji ekki skilyrði fyrir Norðurlöndin til að ganga á undan ESB og gefa út norrænt bann við notkun örplasts í snyrtivörum.

- Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá ESB verður plaststefnan tilbúin 6. desember. Þó að örplastmálið, og þá einnig varðandi snyrtivörur, hafi ekki fengið þá niðurstöðu sem óskað var eftir þá getur hver þjóð tekið málið aftur upp á heimavelli og opnað fyrir víðtækari norræna umræðu, segir Vidar Helgesen.

Bæði Norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð hafa lagt sitt af mörkum við plaststefnu ESB. Örplast í snyrtivörum er aðeins lítill hluti örplastmengunar í hafi og vatnsföllum en norrænt bann myndi að mati Norðurlandaráðs verða til þess að beina athyglinni að stóra samhengi þessa vanda.

Varaformaður sjálfbærninefndarinnar, Karin Gaardsted (S, Danmörku), er ánægð með niðurstöðu fundarins sem haldinn var í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki.

- Það að ráðherranefndin haldi áfram dyrunum opnum varðandi norrænt samstarf um að plaststefnan sé ekki nægilega góð, sýnir að ráðherrarnir taka málið alvarlega," segir Gaardsted.

Noregur hefur á formennskutíma sínum í Norrænu ráðherranefndinni vakið athygli á örplasvandanum bæði á alþjóðlegum vettvangi og með norrænum stuðningi við UNEP-herferðina #CleanSeas.