Takið þátt í könnun um millifærslur banka og farsímagreiðslur milli Norðurlandanna!

27.09.24 | Fréttir
Bankkonto i Danmark
Hefur þú sem norrænn borgari lent í vandræðum með bankamillifærslur eða farsímagreiðslur þegar þú hefur farið milli Norðurlandanna? Stjórnsýsluhindranahópur Norðurlandaráðs óskar svara við þessum spurningum til þess að hægt verði að greiða fyrir frjálsri för milli Norðurlanda eins og kostur er.

Norðurlandaráð stendur að könnun í samstarfi við Øresunddirekt, Grensetjänsten Norge-Sverige og  Gränstjänsten Sverige-Finland-Norge þar sem íbúar sem ferðast mikið yfir landamæri eru spurðir um reynslu sína af farsímagreiðslum, bankareikningum og bankamillifærslum yfir norræn landamæri.

„Markmið okkar er að Norðurlöndin verði samþættasta svæði heims en þá verður að vera auðvelt að nýta sér bankaþjónustu þvert á landamærin. Því vonum við að sem flestir grípi tækifærið til að miðla af reynslu sinni og svara könnuninni,“ segir Johan Hultberg, sænskur þingmaður í Norðurlandaráði.

Norðurlandaráð leitast við að kortleggja þarfir og vandamál sem fyrir hendi eru á Norðurlöndum í tengslum við greiðslur og millifærslur milli landanna. Markmiðið er að tryggja að norrænir borgarar sem staddir eru í öðru norrænu landi en heimalandinu hafi sambærileg tækifæri til að nota þjónustu banka og íbúar þar í landi.

Það tekur 3-5 mínútur að svara könnuninni. Farið er með allar upplýsingar þínar sem trúnaðarmál og verða þær eingöngu notaðar við úrvinnslu þessarar könnunar.