Verkefnastyrkir – Norræna norðurslóðaáætlunin 2015-2017

17.11.15 | Fréttir
Isfjell
Ljósmyndari
Nikolaj Bock
Styrkir frá norðurslóðaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árið 2016 hafa nú verið auglýstir til umsóknar. Veittir eru styrkir til nýrra vekefna og til að halda áfram eldri verkefnum. Umsóknarfrestur er til 18. janúar 2016.

Markmið Norrænu norðurslóðaáætlunarinnar er að styrkja ferli, verkefni og aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri þróun og gagnast íbúum norðurslóða við þær aðstæður sem skapast hafa vegna alþjóðavæðingar og loftslagsbreytinga.

Miklar breytingar eru í vændum á norðurslóðum sem munu á ýmsan hátt hafa áhrif á samfélög og íbúa svæðisins. Þess vegna er fólk í fyrirrúmi í norðurslóðaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2015-2017. Lögð er áhersla á að kanna nýjar leiðir og möguleika fyrir íbúa norðurslóða á tímum þegar margt er að breytast, hvort tveggja í félagslega efnum og á annan hátt.

Norrænu norðurslóðaáætlunin miðar að því að safna saman og samhæfa starf að málefnum norðurslóða sem unnið er á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og stofnana hennar. Á grundvelli almennra markmiða og áherslusviða sem kynnt eru hér fyrir neðan verður lögð áhersla á eftirfarandi á tímabilinu 2015-2017:

  • Aðgerðir sem norðurslóðir og Norðurlönd koma að og sem eru innan ramma áherslusviða og skilyrða sem sett eru í Norrænu norðurslóðaáætluninni.
  • Aðgerðir sem fylgja eftir og miðla niðurstöðum norrænna verkefna í tengslum við norðurslóðir, meðal annars niðurstöðum Norrænu norðurslóðaáætlunarinnar.
  • Aðgerðir sem eru í takt við pólitískar áherslur hverju sinni, meðal annars áherslur Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurskautsráðsins og norðurslóðaáætlana ríkjanna á norðurskautssvæðinu.

Á vefnum www.Nordregio.se eru nánari upplýsingar um norðurslóðaáætlunina. 

Hlaðið niður umsóknareyðublaðinu:

Á ensku

Á dönsku

Umsóknarleiðbeiningar

Á ensku

Á dönsku