Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Replik)

Upplýsingar

Gerð
Replik
Ræðunúmer
41
Speaker role
Den Socialdemokratiske Gruppe
Dagsetning

Mig langar að beina sömu spurningu til norska forsætisráðherrans og ég beindi til þess danska áðan og spyrja nánar um afstöðu Norðmanna til fimm ríkja samstarfsins á norðurslóðum. Þegar upphaflega var stofnað til þessa samstarfs milli norðurslóðaþjóðanna þá var það með náið samstarf í huga og þannig er Norðurskautsráðið í raun til orðið. En nú hefur þróunin orðið þannig á síðustu árum að það er orðin meiri hernaðarleg viðvera og það eru ýmsar viðsjár að gerast í þessum málum. Þess vegna vil ég spyrja: Er ekki tímabært núna að fara að ýta þessari valdapólitík til hliðar, styrkja Norðurskautsráðið og endurskoða frá grunni þetta fimm ríkja samstarf?

Skandinavisk oversættelse

Jeg har lyst til et rette det samme spørgsmål til den norske statsminister, som jeg rettede til den danske tidligere, og spørge nærmere om, hvordan Norge forholder sig til samarbejdet mellem fem stater i Arktis. Da samarbejdet mellem de arktiske stater blev indledt, var det med henblik på et tæt samarbejde, sådan som tanken bag Arktisk Råd faktisk også var. Men i de senere år er der sket en udvikling med større militær tilstedeværelse og flere problemer opstår på dette område.  Derfor vil jeg spørge: Er det ikke på tide, at vi skubber denne magtpolitik til side, styrker Arktisk Råd og reviderer de fem staters samarbejde tilbundsgående?