Minna Lindeberg og Linda Bondestam (myndir)

Minna Lindeberg
Ljósmyndari
Thure Lindeberg
Minna Lindeberg og Linda Bondestam (myndir): Allan och Udo, 2012

Í Allan och Udo (2011) eftir Linda Bondestam og Minna Lindeberg , fær sjónræn tjáning Bondestam að njóta sín til fullnustu. Hér þróar hún sinn persónulega myndstíl í áttina að lágstemmdari tjáningu innblásinni af rússneskri veggmyndalist. Klippiaðferð hennar er bæði sefandi og hrifnæm með fáránlegum inngripum. Bondestam byggir myndheim sinn upp með púslaðferð, myndirnar eru gerðar úr brotum, pappírssneplum og ýmsum ólíkum efnum en einnig túss og bleki. Heilsteypt myndmál Bondestam með tilvísunum í myndheim sjöunda og áttunda áratugar síðust aldar er heillandi. Hún smjattar á textum sem skrifaðir eru á andlit borgarinnar á ærslafullan hátt. Opna sem sýnir borgina samanstendur af brúnum húsum með úrklippum og bitum m.a. úr matreiðslubókum, sem gefa til kynna að sagan gerist í innra landslagi, landslagi draumsins. Myndfrásögnin er skýr, falleg, hnyttin og ímyndunarrík. Efnið,frásögn af samveru samkynhneigðra, er sögð á óbeinan hátt. Samstaða samkynhneigðra föðurbræðranna og ást er látin gilda um almenn tengslavandamál, þar á meðal lífsleiða og afbrýðissemi. Bókin sýnir lífsskoðanir jafnt vartsýni og bjartsýni sem eiga margt sameiginlegt. Allan och Udo er myndabók fyrir börn á öllum aldri sem allir lesendur geta notið óháð aldri. Fléttan í bókinni er þríhyrningsdrama þar sem hinn lokkandi Sirap al Saffran kemur inn í sambúð mannanna tveggja.

Í rímuðum texta Minna Lindberg hittast hranalegi hermaðurinn Udo Bismarck og rómantíski lampasalinn Allan Lindstrom. Lindeberg er ekki ísmeygileg heldur lætur samtöl föðurbræðranna hljóma gamaldags. Rímaði hlutinn er brotinn upp með órímuðum innskotum sem skapa hraðabreytingar í frásögninni. Rímformið er notað á kaldhæðinn hátt og leyfir ljóðrænar sveiflur í samtölum eldri mannanna tveggja, sem ýtir undir sefandi og fáránlegan grunntón bókarinnar. Þríhyrningsdramað endar með því að ást sambýlinganna vaknar og eflist á ný og Að skrifa svona bók um föðurbræður opnar flóðgáttir kankvísar og undangrafandi lýsingar á kynferði,þar sem bæði myndirnar og opinská afstaðan sem kemur fram í textanum bjóða uppá lestrarupplifun fyrir breiðan lesendahóp. Myndabók Bondestam og Lindebergs er hugrökk myndabók sem segir sögu á ljóðrænan hátt og sýnir vilja til að fjölga viðfangsefnum myndabókahefðarinnar. Sænska ríkisútvarpið hefur einnig gert söngleik um Allan och Udo (Sveriges Radio P4 24-25.12.2012.)

Linda Bondestam (f. 1977) er búsett í Helsinki og starfar sem myndskreytir. Hún lauk námi frá Kingston University í London. Bondestam hefur tekið þátt í fjölda sýninga m.a. í London, Feneyjum, Tetuan (Marokkó), Helsinki og Kemi. Myndabækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála, m.a. rússnesku, ítölsku og dönsku. Bondestam var tilnefnd til Finlandia Junior verðlaunanna 2003, hlaut verðlaun Svenska litteratursällskapets 2003 og 2008, útnefningu Kommittén för Finlands bokkonst fyrir fallegustu bókina árin 2003 og 2004, hún var á heiðurslista IBBY árið 2006 og var tilnefnd til ALMA-verðlaunanna 2010.

Verk myndskreytt af Bondestam og gefin út hjá Schildts & Söderströms:

Bröderna Pixon & TV:ns hemtrevliga sken (texti, Malin Kivelä) 2013

Businnan blir kär (texti Annika Sandelin) 2011

Allan och Udo (texti Minna Lindeberg) 2011

Diktatorn (texti Ulf Stark) 2010

Gnatto Pakpak (orð Stella Parland) 2010

Lo. Fridlyst. (texti Minna Lindeberg) 2009

Businnan (texti Annika Sandelin) 2009 

Vem är rädd för … Berättelser om vargen (antologi) 2008

Min bror Lev (texti Mikaela Sundström) 2007

I en grop i Kalahari (texti Minna Lindeberg) 2007

Milja och grannarna (text Annika Sandelin) 2006 

Delirium - Romanen om en hund (texti Stella Parland) 2004

Den förträfflige herr Glad (texti Malin Kivelä) 2004

Linnea och änglarna (texti Mikaela Sundström) 2003

Katastrofer och strofer om slummer och stoj (texti Stella Parland) 2003

Minna Lindeberg ( f.1968 ) er rithöfundur og býr í Sjundeå. Hún hefur skrifað fjölmargar myndabækur.

Myndabækur myndskreyttar af Linda Bondestam: 

Allan och Udo 2011

Lo. Fridlyst. 2009

I en grop i Kalahari 2007

Hjá öðrum útgáfum:

Pappa född Lejon, Schildts 2006 

Panterns språng, Schildts 1991