Formennskuland Norrænu ráðherranefndarinnar

Formennskulönd Norrænu ráðherranefndarinnar

Formennskuland Norrænu ráðherranefndarinnar

Formennskuáætlun Svíþjóðar 2024
Í komandi formennskutíð sinni í Norrænu ráðherranefndinni 2024 vill Svíþjóð skapa öruggari, grænni og frjálsari Norðurlönd og stuðla að því að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.
Til stofnunar
Islands formandskab 2023

Friður gegnir lykilhlutverki í formennskuáætlun Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina, ásamt metnaði til að Norðurlöndin verði græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær.

Formennskuáætlunin

Til stofnunar
Formennska Norðmanna 2022
Á formennskutíma Noregs í Norrænu ráðherranefndinni verður markvisst unnið að áherslusviðunum þremur, en þau eru: græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Við hyggjumst hleypa nýjum krafti í vinnuna við framtíðarsýnina, stuðla að hraðari grænum umskiptum og auka skilvirkni í starfi ráðherranefndarinnar. Í sameiningu getum við gert Norðurlönd sterkari og grænni.
Til stofnunar
Formennska Finna 2021
Í formennskuáætlun Finnlands er áhersla lögð á framtíðarsýn norræns samstarfs, sem er að Norðurlöndin verði samþættasta og sjálfbærasta svæði heims. Í áætlun ársins 2021 eru settar fram leiðbeiningar um virkt samstarf til þess að skapa grænni, samkeppnishæfari og félagslega sjálfbærari Norðurlönd.
Til stofnunar
Formennska Danmerkur 2020
Samtaka um framtíðarlausnir. Svo hljóðar yfirskriftin sem lýsir keppikefli væntanlegrar formennsku Danmerkur auk Grænlands og Færeyja í Norrænu ráðherranefndinni árið 2020. Formennskulandið vill hrinda í framkvæmd framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar 2030: Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.
Til stofnunar
Formennska Íslands 2019
Ungt fólk, sjálfbær ferðaþjónusta og lífríki hafsins eru þau málefnasvið sem Ísland hefur sett í forgang í formennskuáætlun sinni í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2019. Meðal formennskuverkefna eru verkefni er varða forgangsmálefni á Norðurlöndum, á borð við jafnrétti, stafræna þróun og sjálfbæra þróun, ásamt heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Til stofnunar
Formennskuáætlun Svíþjóðar 2018

Sjálfbær, nýskapandi og örugg Norðurlönd fyrir alla eru einkunnarorð Svía þegar þeir taka við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 2018. Stafræn væðing er rauður þráður í formennskuáætluninni.

Til stofnunar
Formennska Norðmanna 2017
Norðmenn fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2017. Formennska Norðmanna leggur áherslu á Norðurlönd á umbreytingaskeiði, Norðurlöndum í heiminum og Norðurlönd í Evrópu.
Til stofnunar
Formennska Finna 2016
Finnar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2016. Meginþemu formennsku Finnlands eru vatn, náttúra og mannfólk.
Til stofnunar
Formennska Dana 2015
Vöxtur, velferð og gildi, ásamt málefnum norðurslóða, eru meginþemu í formennskuáætlun Dana fyrir Norrænu ráðherranefndina árið 2015.
Til stofnunar
Formennska Íslands 2014
Grænt hagkerfi og trygging norræna velferðarþjóðfélagsins eru í öndvegi í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014.
Til stofnunar