Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Svar på replik)

Informasjon

Type
Svar på replik
Tale nummer
73
Speaker role
Islands Statsminister
Dato

Ég þakka fyrirspurnirnar. Fyrst varðandi Írak og Miðausturlönd þá kannast ég nú ekki við að ákvarðanir teknar á Íslandi hafi haft neitt með ISIS að gera. Það breytir þó ekki því að Ísland og Norðurlöndin öll eiga að beita sér fyrir friði og sérstaklega mannúðaraðstoð í Miðausturlöndum þar sem þörfin er, eins og við höfum rætt, gríðarleg. Það er í samræmi við áherslur, held ég að mér sé óhætt að fullyrða, allra þessara landa að það þurfi að koma til móts við fólk og hjálpa því í nærumhverfi átakanna, gera fólki kleift að lifa þar eða að þeir sem eiga rétt á því að sækja um hæli geti gert það beint þaðan. Svarið er: Já, við eigum sannarlega að leggja áherslu á aðstoð í þessum löndum.

Hvað varðar Golfstrauminn og hugsanlegar breytingar í hafinu þá tek ég undir það að það er mikilvægt að rannsaka þessi mál, kortleggja sem best. Þar hefur Ísland heilmikla sérþekkingu á sviði hafrannsókna og ég tek vel í þessa hvatningu um að Ísland beiti sér fyrir því að Norðurlönd vinni saman að slíkum rannsóknum.

Svo bárust tvær spurningar um ferðaþjónustu, nokkuð skyldar ef ég skildi þær rétt. Í fyrsta lagi um það hvort sá mikli straumur ferðamanna sem kemur til Íslands núna, mjög aukinn straumur ferðamanna, geti orðið til þess að fjölga ferðamönnum hér á norðurslóðum almennt, í nágrenni okkar, t.d. á Grænlandi og í Færeyjum. Já, ég tel tvímælalaust að svo verði og að Ísland geti orðið miðpunktur ferðaþjónustu á þessum slóðum og dreift miklu meiri fjölda ferðamanna hér um kring. Í því fælust tækifæri fyrir þau lönd sem þar um ræðir en líka fyrir Ísland, því að í þessu eins og í öðru norrænu samstarfi þá þýðir þetta bara að við höfum upp á meira að bjóða, við höfum enn meira aðdráttarafl, getum betur tekið á móti enn meiri fjölda ferðamanna. Satt best að segja er fjöldinn orðinn það mikill á Íslandi núna að það væri bara hagur af því, held ég, að við dreifðum ferðamönnum meira hér um nærumhverfið. Hvað varðar hina spurninguna, almennari spurningu um samstarf á sviði ferðaþjónustu, þá er svarið hið sama: Tvímælalaust getur samstarf Norðurlandanna á þessu sviði, eins og ég gat um í ræðunni. Þetta „norræna branding“ getur hjálpað til við að byggja upp ferðaþjónustu í öllum þessum löndum. Jafnvel þó að ferðamenn, sem koma hingað til Norðurlanda, fari ekki um öll löndin þá breytir það ekki því að sameiginlegt átak í að kynna þessi lönd um allan heim mun skila löndunum öllum auknum fjölda ferðamanna og byggja upp þessa atvinnugrein í löndunum öllum.

Skandinavisk oversættelse

Jeg takker for spørgsmålene. Først angående Irak og Mellemøsten, så genkender jeg ikke, at Island har taget beslutninger, der vedrører ISIS på nogen måde. Det ændrer dog ikke ved, at Island og hele Norden skal arbejde for fred og især humanitær hjælp til Mellemøsten, hvor behovet er enormt, som vi lige har talt om. Det stemmer overens med, vil jeg vove at påstå, det fokus som alle disse lande har på, at der er behov for at imødekomme folk og hjælpe dem i kamphandlingernes nærområder, gøre det muligt for mennesker at bo der, eller at de, som er berettiget til asyl, kan søge om det derfra. Svaret er: Ja, vi skal så sandelig fokusere på hjælp i disse lande.

Hvad angår Golfstrømmen og mulige ændringer i havet, så er jeg enig i, at det er vigtigt at undersøge disse forhold, at kortlægge dem på bedste vis. Der har Island en stor ekspertise inden for havforskning, og jeg tager godt imod opfordringen om, at Island arbejder for at de nordiske lande samarbejder om forskning på dette område.

Derudover var der to spørgsmål om turisme, ret beslægtede, hvis jeg opfattede det rigtigt. For det første om, hvorvidt den store strøm turister, der kommer til Island for tiden, en kraftig tilstrømning af turister, kan føre til, at der kommer flere turister til de arktiske områder generelt, i vores nærhed, f.eks. til Grønland og Færøerne. Ja, jeg tror uden tvivl at det bliver tilfældet, og at Island kan blive et midtpunkt for turisme i regionen, og at meget flere turister bliver spredt her omkring. Dette ville indebære muligheder for vedkommende lande, men også for Island, for her, som i alt andet nordisk samarbejde, så betyder det blot, at vi har endnu mere at tilbyde, at vi bliver endnu mere attraktive, at vi bliver endnu bedre rustet til at tage imod flere turister. For at være helt ærlig, så er antallet efterhånden blevet så stort i Island at det ville være en fordel, tror jeg, hvis vi spredte turisterne mere i nærmiljøet. Angående det andet spørgsmål, et generelt spørgsmål om et samarbejde inden for turisme, så er svaret det samme: De nordiske lande kan uden tvivl samarbejde på dette område, lige som jeg var inde på i min tale. Denne „nordiske branding“ kan hjælpe os med opbygningen af turisme i alle landene. Til trods for at turister, der kommer til Norden, ikke besøger samtlige lande, så ændrer det ikke ved, at en fælles profileringssatsning internationalt vil give landene flere turister og derved bidrage til opbygningen af turismeerhvervet i samtlige lande.