Náttúru- og menningarminjar á norðurheimskautssvæðinu

Information

Utgivningsdatum
Beskrivning
Brýn viðfangsefni á norðurheimskautssvæðinu Á norðurheimsskautssvæðinu er að finna nokkur af síðustu svæðum jarðar þar sem náttúran er nánast ósnortin og í þessari stórbrotnu náttúru leynist fjöldi menningarminja sem er hrífandi vitnisburður um ótrúlega hæfni mannsins til að komast af öldum saman í þessum kalda og hrjóstruga heimshluta. Eitt brýnasta viðfangsefnið á sviði umhverfismála á norðurheimskautssvæðinu er að tryggja að öll starfsemi, svo sem nýting auðlinda, ferðaþjónusta, útivist og rannsóknir, sé rekin á vistvænan og sjálfbæran hátt. Aðeins þannig getum við verndað um ókomna tíð þessa ósnortnu náttúru, líffræðilega fjölbreytni og menningarminjar. Norræna framkvæmdaáætlunin um vernd náttúru og menningarminja á norðurheimskautssvæðinu - Grænlandi, Íslandi og Svalbarða - var samþykkt árið 1999 og hafði að markmiði að stuðla að sjálfbærni á norðurheimskautssvæðinu. Ætlunin var að vernda náttúruna og menningarminjar sem heild í einu samræmdu átaki sem með réttu má líta á sem nýmæli í alþjóðlegu tilliti. Í tengslum við framkvæmdaáætlunina voru unnin níu afar mismunandi verkefni sem lokið hefur verið við. Þessi bæklingur lýsir árangri starfsins.
Publikationsnummer
2006:537