Sérfræðingar í orku- og umhverfismálum koma saman á norrænum vettvangi

14.09.21 | Viðburður
Framtíðarsýn norrænu landanna er að Norðurlönd verði orðin sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Hvaða tækifæri og áskoranir innan norræns samstarfs um orkumál og orkurannsóknir geta stuðlað að því að þessi framtíðarsýn verði að veruleika? Snjalldreifikerfi og sjálfbærar samgöngur verða ræddar á umræðuvettvanginum Nordic Energy Research Forum.

Upplýsingar

Dagsetning
14.09.2021
Tími
10:00 - 15:30
Staðsetning

Nordisk kulturkontakt
Kajsaniemigatan 9
Helsingfors
Finnland

Gerð
Online

Þriðjudagana 14. september og 21. september verður rætt um snjalldreifikerfi og sjálfbærar samgöngur á umræðuvettvanginum Nordic Energy Research Forum. Hvaða ákvarðanir þarf að taka í dag til að efla orkusamstarf landanna?

Á vefmálstofunni verða:

  • Mikael Lintilä, atvinnumálaráðherra í Finnlandi
  • Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar
  • Helena Sarén, sjálfbærnistjórnandi, Business Finland
  • Klaus Skytte, stjórnandi Nordic Energy Research
  • Berndt Schalin, framkvæmdastjóri Flexens
  • Nicolaj Nørgaard Peulicke, Energinet
  • Jussi Matilainen, Fingrid
  • Anders Granum, Statnett
  • Robert Eriksson, Svenska Kraftnät

Auk þess verður tilkynnt um sigurvegara Nordic Energy Challenge 2021.

Það eru Norrænar orkurannsóknir sem halda Nordic Energy Research Forum 2021 í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina og Norrænu menningargáttina.