Ungt fólk á Norðurlöndum – tungumál, sjálfsmynd og framtíðin

30.10.24 | Viðburður
Ljósmyndari
Ted Lindroos/norden.org
Hvaða áhrif hefur tungutækni á samskipti framtíðarinnar? Hvaða ógnum standa minni tungumál frammi fyrir? Hvaða augum lítur ungt fólk norrænu tungumálin í dag? Takið þátt í spennandi pallborðsumræðum þar sem sjónarhorn unga fólksins er í fókus!

Upplýsingar

Dagsetning
30.10.2024
Tími
18:30 - 20:00
Staðsetning

Veröld – Hús Vigdísar
Brynjólfsgata 1
Ísland

Með nýju norrænu tugumálayfirlýsinguna að leiðarljósi munu ungmenni með mismunandi tungumálabakgrunn ræða stöðu og aðstæður norrænu tungumálanna – með sérstaka áherslu á minni tungumálin og mál minnihlutahópa. Einnig munu Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra Íslands og Lubna Jaffery menningarmálaráðherra Noregs taka þátt í viðburðinum. 

Viðburðurinn fer fram í Veröld – húsi Vigdísar. Boðið er upp á rútuferðir fyrir þátttakendur eftir lok þingdags.

Umræðurnar fara fram á skandinavísku, íslensku og finnsku með túlkun. 

Dagskrá:

  • 18:20: Rútuferðir frá Alþingi til Veralda.
  • 18:30: Matur og óformlegt spjall
  • 19:00-20:00: Pallborðsumræður: Ungt fólk á Norðurlöndum – tungumál, sjálfsmynd og framtíðin

Með nýju norrænu tugumálayfirlýsinguna að leiðarljósi munu ungmenni með mismunandi tungumálabakgrunn ræða stöðu og aðstæður norrænu tungumálanna – með sérstaka áherslu á minni tungumálin og mál minnihlutahópa. Einnig munu Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra Íslands og Lubna Jaffery menningarmálaráðherra Noregs taka þátt í viðburðinum. 

Viðburðurinn fer fram í Veröld – húsi Vigdísar. Boðið er upp á rútuferðir fyrir þátttakendur eftir lok þingdags.

Umræðurnar fara fram á skandinavísku, íslensku og finnsku með túlkun. 

Dagskrá:

  • 18:20: Rútuferðir frá Alþingi til Veralda.
  • 18:30: Matur og óformlegt spjall
  • 19:00-20:00: Pallborðsumræður: Ungt fólk á Norðurlöndum – tungumál, sjálfsmynd og framtíðin