Barnabætur í Færeyjum

Færøske familieydelser
Hér má lesa um bætur sem barnafjölskyldur eiga rétt á samkvæmt færeyskum reglum

Barnafrádráttur

Barnafrádráttur er upphæð sem foreldrar barna yngri en 18 ára geta dregið frá í skattframtali ef þeir uppfylla skilyrði fyrir frádrættinum. Frádráttur er gefinn fyrir hvert barn um sig. Frádrátturinn er óháður tekjum.

Áttu rétt á barnafrádrætti?

Þú átt rétt á barnafrádrætti ef:
• Þú ert með fulla forsjá yfir barninu eða ef barnið býr hjá þér. Frádráttur er veittur öðru foreldranna. Foreldrar með sameiginlega forsjá geta skipt frádrættinum á milli sín.
• Þú ert með fulla skattskyldu í Færeyjum og býrð þar fast.
• Barnið er yngri en 18 ára 1. janúar á því skattári sem frádrátturinn gildir um.
• Barnið er búsett í Færeyjum eða er að fullu skattskylt þar á meðan það stundar nám erlendis.
• Barnið er ekki á opinberu framfæri, það er í fóstri utan heimilis.

Hvað er frádrátturinn hár?

Barnafrádráttur er bæði veittur í útsvari og tekjuskatti en taxtarnir eru mismunandi eftir sveitarfélögum. Nánari upplýsingar um upphæð frádráttarins veita færeysk skattyfirvöld, TAKS.

 

Færeysk skattyfirvöld TAKS veita einnig svör við öðrum spurningum varðandi barnafrádráttinn.

Fjölskyldubætur

Í sumum tilvikum áttu rétt á fjölskyldubótum. Fjölskyldubætur eru fjárhagsaðstoð við barnafjölskyldur með lágar tekjur og er þeim ætlað að hlífa barnafjölskyldum við neikvæðum afleiðingum þess að búa við erfið kjör.
Fjölskyldubætur eru greiddar einstæðum foreldrum, hjónum, fólki í sambúð og kjörforeldrum sem eru með börn yngri en 18 ára á heimilinu og sem eru skráð til heimilis hjá foreldrunum. Ef barn býr tímabundið utan heimilis vegna náms í allt að eitt ár er hægt að líta fram hjá kröfunni um að barnið sé skráð til heimilis hjá foreldrunum. Upphæð bóta fer eftir skattskyldum tekjum og eignum foreldranna.
Til að fá fjölskyldubætur þarf fjölskyldan að vera skráð til heimilis í Færeyjum.

 

Áttu rétt á fjölskyldubótum?

Þú átt rétt á fjölskyldubótum ef:

• Heildartekjur þínar og/eða hugsanlegs maka/sambýlings teljast lágtekjur út frá tilteknum reglum.
• Þú ert með börn á heimilinu yngri en 18 ára.


Ítarlegri reglur gilda um aðstæður hverju sinni. Nánari upplýsingar um reglurnar og upphæð bótanna veita félagsmálayfirvöld í Færeyjum, Almannaverkið.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna