Námsmannaíbúðir í Færeyjum

Studieboliger på Færøerne
Hér er að finna upplýsingar um möguleika á að fá húsnæði þegar komið er til náms í Færeyjum.

Ef þú kemur til Færeyja til að stunda nám og vilt leigja þér húsnæði geturðu byrjað á að snúa þér til framhaldsskólanna. Nokkrir skólar eru með nemendagarða þar sem herbergi eru leigð út til þeirra nemenda sem koma lengst að.

Nemendagarða er til dæmis að finna á vegum tækniskólanna í Þórshöfn og Klakksvík en þeir eru einnig ætlaðar nemum annarra skóla. Í nemendagörðunum eru leigð út herbergi með húsgögnum ásamt sameiginlegu eldhúsi og stofu.

Sjúkrahúsið í Þórshöfn býður upp á húsnæði í nemendagörðum og litlar íbúðir fyrir fólk í starfsnámi eða fólk sem kemur tímabundið til starfa innan heilbrigðiskerfisins.

Leiga og kaup á húsnæði í Færeyjum

Opinbera byggingarfélagið í Færeyjum, Bústaðir, á og byggir húsnæði til útleigu.

Auk Bústaða er hægt að leigja og kaupa húsnæði á einkamarkaði.

Finna má hús, frístundahús, íbúðir og byggingalóðir til sölu á heimasíðum fasteignafélaga og einnig hjá lögmönnum í einkarekstri.

 

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna