Námsmannaíbúðir í Noregi

Studentbolig i Norge
Námsmenn í Noregi geta fundið sér húsnæði á almennum leigumarkaði eða stúdentaíbúðir hjá félagsstofnunum námsmanna („studentsamskipnad“). Hér eru nánari upplýsingar um námsmannaíbúðir í Noregi.

Húsnæði í gegnum stofnanir námsmanna

Norskir háskólar sem njóta opinberra styrkja eru tengdir félagsstofnunum námsmanna („studentsamskipnad“). Verkefni félagsstofnana námsmanna er að sinna velferðarþörfum námsmanna við einstakar menntastofnanir. Félagsstofnanirnar útdeila íbúðum sem leigðar eru út til námsmanna. Námsmannaíbúðirnar eru oft nálægt skólunum og leigan er lægri en á almennum leigumarkaði.

Yfirleitt er boðið upp á námsmannaíbúðir fyrir einhleypa námsmenn, pör, barnafjölskyldur og námsmenn með fötlun. Margar félagsstofnanir stúdenta hafa tekið ákveðinn fjölda íbúða frá fyrir erlenda nemendur sem ljúka allri gráðunni í landinu eða skiptinema sem koma með skiptinámssamningi. 

Það getur borgað sig að sækja snemma um námsmannaíbúð. Margar af félagsstofnunum eru með fastan umsóknarfrest á hverju ári þar sem meginhluta húsnæðisins er úthlutað. Þess vegna er skynsamlegt að leita sér sem fyrst upplýsinga um umsóknarferlið. Það er hægt að gera á vefsíðum félagstofnananna.

Húsnæði á almenna leigumarkaðnum

Það er einnig hægt að leigja húsnæði á almennum leigumarkaði. Það finnur þú í leiguauglýsingum á ýmsum vefsíðum, upplýsingatöflur í skólum eða með því að spyrja fólk sem þú þekkir. 

Fjármögnun námsmannaíbúða

Flestir námsmenn fá námsstyrk frá heimalandi sínu og fjármagna húsnæðið sitt með honum. Margir námsmenn eru einnig í hlutastarfi samhliða náminu. Hægt er að sækja um styrk sem erlendur námsmaður hjá Lånekassen að uppfylltum vissum skilyrðum. Nánari upplýsingar um þetta fást hjá Lånekassen. 

Hafa samband við samtök
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna