Margbreytilegur og sterkur efnahagur

Escalators
Ljósmyndari
Christian Deknock, Unsplash
Efnahagsleg þróun á Norðurlöndum gengur yfirleitt betur en í Evrópusambandslöndunum að meðaltali, þrátt fyrir að enn gæti áhrifa efnahagskreppunnar. Frá þjóðhagslegu sjónarhorni eru Norðurlöndin mjög samleit. Engu að síður er talsverður efnahagslegur breytileiki milli svæða innan Norðulandanna.

Mörg dreifbýl sveitarfélög eru undir landsmeðaltali efnahagslega og eru að dragast enn meira aftur úr borgarsvæðunum. Þrátt fyrir þetta er staða norðurhluta Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar mjög góð í stærri samanburði í Evrópu.

Norðurlöndin raðast einnig hátt þegar kemur að nýsköpun og hlutfall þeirra sem starfa í þekkingargeiranum er vel yfir EU28 meðaltalinu. Staða Norðurlandanna er enn sterk á sviði grænna lausna en ýmsir evrópskir keppinautar fylgja nú Norðurlandarþjóðunum fast eftir á þessu sviði.

Norðurlöndin munu einnig áfram laða að sér erlenda fjárfesta, þar er að finna 7% beinnar erlendrar fjárfestingar í Evrópu, þrátt fyrir að Norðurlandanþjóðirnar séu aðeins minna en 4% Evrópuþjóða.

Á heildina litið er efnahagur Norðurlöndum sterkur og þrátt fyrir ýmsar áskoranir sem tengjast þeim breyting sem eiga sér stað á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar eftir efnahagskreppunnar þá hefur efnahagsbatinn á Norðurlöndum verið ótrúlegur.

Hér má hlaða niður kaflanum um efnahagsmál

Upplýsingar veitir: