Það er aldrei of seint að byrja að berjast fyrir náttúrunni

Tallet 15
Ljósmyndari
Mika Baumeister / Unsplash.com
Berst þú fyrir loftslaginu? Gott! Þá ertu líka að berjast fyrir líffræðilegri fjölbreytni. Og öfugt. Loftslag og líffræðileg fjölbreytni eru nefnilega býsna samtengd málefni.

Aukin líffræðileg fjölbreytni getur bæði hægt á og dregið úr áhrifum loftslagsbreytinga. 

Á sama tíma eru loftslagsbreytingar ein stærsta ógnin við líffræðilega fjölbreytni. 

Hér eru fáein dæmi um þetta: 

  • Hafið hreinsar um þriðjung kolefnislosunar heims og ef svo væri ekki þá væri þetta kolefni á sveimi í andrúmsloftinu. En ef við eyðileggjum lífríki hafsins þá drögum við úr möguleikunum á að geyma þar gróðurhúsalofttegundir. 
  • Þegar við þurfum að verjast auknum veðuröfgum í framtíðinni getur tiltekin tegund hjálpað okkur og þar með aukið viðnámsþol náttúrunnar. Skógar með mörgum tegundum hafa meira viðnám gegn meindýrum og sjúkdómum og þar er minni hætta á eldum.
  • Mýrar og skógar geta tekið við miklu regnvatni og stuðla að því að kæla umhverfi sitt í hitabylgjum og draga úr flóðahættu. 
  • Hækkun meðalhita heims um 1,5 gráðu getur leitt til þess að 70 prósent kóralrifja heims hverfi. Ef kóralrifin hverfa þá hverfur einnig talsvert af fiski sem sækir næringu sína í við kóralrifin. 
  • Í vistkerfum sem áður höfðu ekki orðið fyrir miklum áhrifum af mannavöldum, svo sem freðmýrar, barrskógar og svæði eins Grænland, eru áhrif loftslagabreytinga nú augljós.
  • Landbúnaður og kjötframleiðsla hans hefur einnig áhrif á líffræðilega fjölbreytni og loftslagið um allan heim. Þá er vaxandi áhugi á kolefnislandbúnaði eða „carbon farming“ á Norðurlöndum. Þetta hefur í för með sér að bændur breyta aðferðum sínum við í nýtingu jarðvegs og skóga þannig að minni koltvísýringur er losaður út í andrúmsloftið. Þetta getur snúist um að binda meira af lífrænum efnum í jörðinni, planta trjám á ökrum og vernda votlendi. 
  • Í loftslagsumræðum er talað um „nature based solutions“ sem felur í sér að náttúran og líffræðileg fjölbreytni geti stuðlað að því að fyrirbyggja og draga úr loftslagsbreytingum. 

Staðreyndir:

  • Ein milljón dýra- og plöntutegunda eru í útrýmingarhættu, margar þeirra geta horfið strax á næstu tíu árum. Þetta er neyðarástand sem er hættulegt fyrir framtíð mannkyns. Fimm meginástæður þess að staðan er svona eru  
  • 1. Að dýr og náttúra verða undir þegar mannfólkið nýtir jörðina og vatnið. 2. Að við veiðum of mikið á sjó og landi 3. Loftslagsbreytingar 4. Mengun 5. Útbreiðsla framandi tegunda.

Þetta getur þú gert:

  • Kynntu þér meira um tengslin milli loftslagsbreytinga og kreppu líffræðilegrar fjölbreytni.
  • Beittu þér fyrir því að leysa verði loftslags- og náttúrukreppuna samhliða. Hér eru verkfæri sem nota má til að afla aukinnar þekkingar og breyta: