Menningarglæpir - reglugerðir og réttarvenjur á Norðurlöndum

01.12.17 | Fréttir
Nordiske lover
Ljósmyndari
Eivind Sætre
12. og 13. desember verður haldið norrænt málþing um menningarglæpi í Ósló. Á málþinginu verður fjallað um reglugerðir og réttarvenjur á Norðurlöndum og markmiðið er að leiða saman fagfólk á sviði lögfræði og menningarstarfsemi á Norðurlöndum og efna til samræðna og aukinnar samvinnu um að koma í veg fyrir menningarglæpi, vinna gegn fjármögnun öfgahópa og stuðla að því að standa betur vörð um menningarminjar heimsins.

Málþingið er haldið til að fylgja eftir norrænni ráðstefnu um ólögleg viðskipti með menningarverðmæti sem haldin var í Ósló 2015, og norrænu menningarmálaráðherrarnir stóðu að. Skipuleggjendur málþingsins eru menningarmálaráðuneyti Noregs og lagadeild Óslóarháskóla. Málþingið er liður í formennsku Noregs í Norrænu ráðherranefndinni árið 2017.

Sjónum verður beint að reglugerðum og réttarvenjum Norðurlandanna og spurningin um hvernig hvert og eitt land metur nýjan sáttmála Evrópuráðsins um menningarglæpi verður í brennidepli.

Sjá upplýsingar um skráningu og dagskrá með fyrirvara á www.kulturkrim.no. Skráningarfrestur er til 5. desember.