Anne Hytta

Ljósmyndari
Elisabeth Emmerhoff
Anne Hytta tónskáld er tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir plötuna „Brigde“ (2023).

Anne Hytta (f. 1974) er frá Þelamörk en búsett í Ósló og er verðlaunaður harðangursfiðluleikari og tónskáld. Hún stendur styrkum fótum í hefðbundinni þjóðlagatónlist en fer um leið þvert á mörk landsvæða og tónlistargreina, allt frá miðaldatónlist til spunatónlistar, frá einleik til stórra hljómsveita.

 

Með hinu hrífandi verki Brigde hefur hún umbreytt eiginleikum harðangursfiðlunnar á snilldarlegan hátt og ljáð henni yfirbragð og hljóm kammersveitar þannig að útkoman verður sértæk en jafnframt almenn. Hytta skapar opið og markalaust ástand, eitthvað sem er og hefur ávallt verið þó að enginn hafi heyrt það fyrr. Hér er á ferð nýskapandi leit að innsta eðli harðangursfiðlunnar.