Grenndarnáttúruleiðsögumennirnir, Svíþjóð

Närnaturguiderna, Sverige
Ljósmyndari
Pella Thiel, Naturskyddsföreningen
Náttúruvernd, Námsefling og Fuglafræðifélagið í Svíþjóð eru tilnefnd fyrir verkefnið "náttúruleiðsögumennirnir", samstarfsverkefni þessara þriggja samtaka, sem miðar að því að vekja áhuga á útivist í náttúrunni.

Frá árinu 2004 hefur verkefnið gefið náttúruunnendum tækifæri til að mennta sig og verða leiðsögumenn í sænskri náttúru. Auk þess hefur verið unnið að því frá árinu 2007 að samþætta verkefnið, þannig að nú geta náttúruleiðsögumennirnir veitt fólki af erlendum uppruna tækifæri til að nýta sænska nátturu til að kynnast sænskri menningu. Innan verkefnisins má velja milli 50 menntaáfanga og innan þess starfar tengslanet rúmlega 500 leiðsögumanna, sem vinna saman í átta miðstöðvum frá Lundi í suðri til Dalanna í norðri. Þemu ársins í ár eru; Landbúnaðarsvæðin: "Heimur okkar er það sem við borðum" og loftslagið: "Áhrif loftslagsbreytinganna á náttúruna".