Henning Larsen, Færeyjar og Róðrafélag Klaksvíkur – Færeyjar

klaksvig roklub miljøpris 2024
Ljósmyndari
Nic Lehoux
Húsnæði Róðrafélags Klaksvíkur er bygging þar sem jafnt náttúrunni sem menningararfinum er gert hátt undir höfði.

Henning Larsen, Færeyjar og Róðrafélag Klaksvíkur eru tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2024.

Teiknistofu Hennings Larsen tókst að skapa einstakt samspil á milli byggingarinnar, starfseminnar og listarinnar þar sem bæði umhverfislegri sjálfbærni og menningarlegri vitund í Klaksvík, Færeyjum og almennt er gert hátt undir höfði. Byggingin húsir Róðrafélag Klaksvíkur þar sem börn, ungmenni og fullorðnir leggja stund á róður. Þungamiðja starfseminnar eru tíu færeyskir súðbyrðingar, einstakt handverk sem mótað hefur sjálfsmynd Færeyinga öldum saman.

 

Bátahúsið er ný nálgun á hefðbundin færeysk bátahús með timburveggjum og stórum gluggum þar sem innra og ytra rými rennur saman. Húsið er byggt úr viðhaldsfríum efnum og þakið er lagt grasþökum sem veita náttúrulega einangrun. Í félagsheimilinu er að finna listaverk sem byggt er á súðbyrtum bát og tengir saman bygginguna, starfsemina og listina.

 

Allur almenningur getur nýtt sér félagsheimilið sem stuðlar þannig að því að efla félagslíf á svæðinu og fyrir vikið er Róðrafélag Klaksvíkur dæmi um hvernig samþætt hönnun gagnast jafnt samfélaginu sem umhverfinu. Róðrafélag Klaksvíkur er verkefni þar sem jafnt náttúrunni sem menningararfinum er gert hátt undir höfði.