Inga H. Sætre

Inga H. Sætre
Ljósmyndari
Vidar M. S. Husby
Inga H. Sætre: Fallteknikk, 2011

Fallteknikk er teiknimyndaskáldsaga um Rakel sem flytur að heiman til að ljúka síðasta ári í framhaldsskóla.  Hún spilar í hljómsveit og reynir fyrir sér í bardagaíþróttum ásamt bestu vinkonu sinni. Á sama tíma og hún gleðst yfir frelsinu verður hún sífellt meira einmana. Þá kemst hún að því að hún er ólétt. Hún hefur ekki haft mikið af föðurnum að segja og hafði ekki reiknað með því í framtíðinni heldur. Hvað nú?

Við fylgjumst með Rakel frá ágústmánuði fram í marsmánuð. Skáldsagan lýsir vináttu og einmanaleika á sterkan og nærgætin hátt, en einnig með húmor. Flóknum tilfinningum er komið til skila með einföldum hætti í texta og myndum. Stíll teikninganna er nánast skissulegur en andlitssvipir og líkamstjáning hitta beint í mark. Orðin koma óritskoðuð og veita persónunum dýpt. Inn á milli er frásögnin brotin upp með s.k. staðreyndakössum, hugsunum sem fá að standa einar á hvítum flötum og ekki síst af heilsíðumyndum unnum með vatnslitum. Vatnslitamyndirnar gefa frásögninni dýpt og fá lesandann til að staldra við og hugsa.

Þetta er saga um að „falla“, en einnig um að oftast nær getur maður staðið upp á ný.

Bókin fékk Braga verðlaunin og teiknimyndaseríuverðlaun menningarmálaráðuneytisins árið 2011.

Inga H. Sætre (f.1978 ) er teiknimyndateiknari, myndskreytir og teiknimyndaseríuhöfundur.