Jonas Struck

Ljósmyndari
Adam Klixbull
Jonas Struck tónskáld er tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir tónlist sína við heimildarmyndina „Apolonia Apolonia“ (2022).

Rökstuðningur

Jonas Struck (f. 1972) hefur tekist það betur en flestum að halda í djúp og frumleg heilindi sem höfundur kvikmyndatónlistar í iðnaði sem einkennist af margvíslegum hagsmunum. 

 

Með miklum afköstum sínum, kostgæfni og tónlistargáfu er hann gagntekinn af því að miðla af hvíta tjaldinu því andrúmslofti sem hann vill leggja áherslu á hverju sinni. Hann sækist eftir bestu mögulegu útkomu úr ferlinu frá hugmynd að tónlist, sem oft getur spannað mörg ár, og hefur framúrskarandi tök á einföldum laglínum sem og stórri, sinfónískri hljóðmynd. 

 

Styrkleikar hans eru margir, meðal annars varðandi hughrif og á hinu lagræna sviði, og sömuleiðis skín handbragð hans skært í bæði raftónlist og órafmagnaðri. 

 

Í tónlist hans við myndina Apolonia Apolonia má nánast merkja það hvernig matt kvikmyndatjaldið frelsast úr viðjum hins efnislega í píanóleik hans, dempuðum með textíl. 

 

Struck er einnig meðlimur Swan Lee, einnar áhrifamestu dönsku rokksveitar samtímans, og hefur notið mikillar velgengni sem lagahöfundur á þeim vettvangi.