Löfbacka Traditionsbygg Ab – Álandseyjar

miljøpris 2024 ÅLand
Ljósmyndari
Private
Sérhæfir sig í sjálfbærri byggingarstarfsemi á smáum skala, húsavernd og vistvænum byggingariðnaði.

Löfbacka Traditionsbygg Ab er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2024.

 

Löfbacka Traditionsbygg Ab er álenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í húsavernd og vistvænni byggingarstarfsemi. Notast er við hefðbundið handverk í bland við byggingaraðferðir og náttúruleg efni sem eru góð fyrir bæði umhverfið og heilsu. Hvort sem unnið er að húsavernd, fínsmíði, endurgerð fornminja eða nýbyggingu vistvænna húsa eru handverk og vistvæn efni í fyrirrúmi. Það á að vera sjálfsagt að velja náttúruleg og heilnæm efni hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða viðhald menningarsögulegra bygginga frá fyrri tímum.

 

Löfbacka Traditionsbygg Ab er lítið fyrirtæki með sterkar rætur í nærumhverfi sínu sem er í virku og beinu sambandi við verkbeiðendur og nálgast húsavernd og sjálfbærni með ábyrgum hætti.

 

Með starfsemi sinni setur fyrirtækið gott fordæmi fyrir aðra sem hafa áhuga á sjálfbærri byggingarstarfsemi á smáum skala.