Sara Lundberg

Sara Lundberg
Ljósmyndari
Anna Kennhed
Sara Lundberg: Vita Streck och Öjvind, 2011

Myndabók Söra Lundberg Vita Streck och Öjvind fjallar um hvernig stelpan Vita Streck, skapar reglu í umferðinni með því að mála hvít strik á miðja götu og eignast vin. Fyrsti fundur þeirra er dramatískur. Öjvind, strákur sem fylgir vindinum hvert sem hann fer, dettur beint ofan í málningarfötuna hennar. Það þolir hin reglusama Vita ekki. Hún vill bein strik á vegina sína ekki litabletti og fótspor út um allt.

Vita Streck och Öjvind er myndabók um vináttu ólíkra einstaklinga, en einnig um að fá að vera maður sjálfur. Öjvind og Vita eru andstæður. Hún gengur hægt um göturnar og málar, hann fylgir vindinum. Hún er skipulögð og stillt, hann er hvatvís og óútreiknanlegur. Hversu ólík þau eru kemur vel fram á mynd, þar sem loftkenndur líkami Öjvinds með rautt, úfið hár ber við hina jarðbundnu Vitu. Strikin umhverfis þau bera einnig einkenni þeirra, bæði mjó og lífleg andstæður beinna og breiðra strika. Þrátt fyrir andstæður og átök verða Öjvind og Vita vinir.

Sara Lundberg notar pastel- og vatnsliti í Vita Streck och Öjvind. Í myndum sínum leikur hún sér með teiknimyndaseríu formið og letrið verður hluti af myndinni sem vinnur með litunum, formi og táknum og kallar fram hreyfingu og frelsi sem er megin þemað.

Sara Lundberg (f. 1971) býr í Stokkhólmi og hefur myndskreytt verk annarra höfunda síðan árið 2002. Hún sló í gegn með sinni fyrstu bók Vita Streck 2009, sem einnig er fyrsta bókin um Vitu.