Þrestir – Ísland

Actionbild från Sparrows (Island) - Atli Óskar Fjalarsson
Ljósmyndari
Framegrab from the film
Í myndinni má finna ýmis stef sem jafnan einkenna þroskasögur, einkum hvað snertir samband föður og sonar frá sjónarhorni hins afskipta barns.

Þrestir er þroskasaga unglingsdrengsins Ara, en tilvera hans umbyltist þegar móðir hans ákveður að flytja til útlanda með eiginmanni sínum. Ari á ekki annarra kosta völ en að yfirgefa Reykjavík og flytja á æskuslóðirnar á Vestfjörðum, til áfengissjúks föður sem hann hefur ekki hitt í mörg ár. Í myndinni má finna ýmis stef sem jafnan einkenna þroskasögur, einkum hvað snertir samband föður og sonar frá sjónarhorni hins afskipta barns. Samskipti Ara við kvenfólk koma einnig við sögu og samband þeirra æskuvinkonunnar Láru er miðlægt í frásögninni.

Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson hefur þróað áberandi persónulegan stíl sem byggir á hárfínum athugunum á hefðbundinni íslenskri menningu og fagurfræði og samspili þessara þátta við nútímahugsunarhátt, en þetta er oftar en ekki sett fram samhliða þeim flækjum sem vöxtur og þroski hafa í för með sér. Í Þröstum eru þessi stef undirstrikuð af því sálarstríði sem hlýst af því að hin gamla og nýja tilvera Ara mætast, svo og hefðbundnum gildum sem líða undir lok og þeim erfiðu málamiðlunum sem fylgja því að fullorðnast.

Ágrip

Eftir nokkurra ára dvöl í Reykjavík ásamt móður sinni er hinn sextán ára gamli Ari sendur fyrirvaralaust aftur á Vestfirði til að búa hjá pabba sínum. Samband hans við föður sinn er orðið stirt og æskuvinir hans hafa breyst. Þó að aðstæður virðist vonlausar verður Ari að grípa til sinna ráða og fara eigin leiðir.

Rökstuðningur dómnefndar

Þrestir er þroskasaga unglingsdrengsins Ara, en tilvera hans umbyltist þegar móðir hans ákveður að flytja til útlanda með eiginmanni sínum. Ari á ekki annarra kosta völ en að yfirgefa Reykjavík og flytja á æskuslóðirnar á Vestfjörðum, til áfengissjúks föður sem hann hefur ekki hitt í mörg ár. Í myndinni má finna ýmis stef sem jafnan einkenna þroskasögur, einkum hvað snertir samband föður og sonar frá sjónarhorni hins afskipta barns. Samskipti Ara við kvenfólk koma einnig við sögu og samband þeirra æskuvinkonunnar Láru er miðlægt í frásögninni.

Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson hefur þróað áberandi persónulegan stíl sem byggir á hárfínum athugunum á hefðbundinni íslenskri menningu og fagurfræði og samspili þessara þátta við nútímahugsunarhátt, en þetta er oftar en ekki sett fram samhliða þeim flækjum sem vöxtur og þroski hafa í för með sér. Í Þröstum eru þessi stef undirstrikuð af því sálarstríði sem hlýst af því að hin gamla og nýja tilvera Ara mætast, svo og hefðbundnum gildum sem líða undir lok og þeim erfiðu málamiðlunum sem fylgja því að fullorðnast.

Handritshöfundur / leikstjóri – Rúnar Rúnarsson

Rúnar Rúnarsson er fæddur árið 1977 í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Danmerkur árið 2009. Rúnar hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir stuttmyndirnar Síðasti bærinn (sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna 2006), Smáfugla (sem var tilnefnd til Gullpálmans í Cannes 2008) og útskriftarmynd sína, Anna (Directors’ Fortnight á Cannes 2009). Fyrsta mynd hans í fullri lengd, Eldfjall, var sýnd á Directors’ Fortnight í Cannes árið 2011 og í kjölfarið á yfir 30 hátíðum víða um heim, þar sem hún hlaut ýmis verðlaun svo sem fyrir besta leikara í aðalhlutverki (Theódór Júlíusson) í São Paulo og Silver Hugo-verðlaunin fyrir besta nýja leikstjóra á kvikmyndahátíðinni í Chicago.

Þrestir, önnur mynd Rúnars í fullri lengd, var heimsfrumsýnd í Toronto 2015 og hlaut skömmu síðar Golden Shell-verðlaunin sem besta myndin á kvikmyndahátíðinni í San Sebastián á Spáni. Hingað til hefur myndin hlotið alls 17 alþjóðleg verðlaun.

Framleiðandi – Mikkel Jersin

Mikkel Jersin (f. 1980) lauk B.A.-námi í alþjóðlegum viðskipta- og markaðsfræðum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Árið 2011 útskrifaðist hann frá Kvikmyndaskóla Danmerkur og var stuttu seinna ráðinn af fyrirtækinu Nimbus Film sem framleiðandi og alþjóðlegur meðframleiðandi.

Jersin hefur meðframleitt fjölda norrænna kvikmynda fyrir Nimbus Film sem vakið hafa eftirtekt, svo sem Hotell eftir Langseth, Fúsa eftir Dag Kára (sem hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2015), Louder Than Bombs eftir Joachim Trier (sem keppti um Gullpálmann í Cannes 2015), Den allvarsamma leken eftir Pernillu August (sem var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín 2016) og hina væntanlegu Rosemari eftir Söru Johnsen.

Enn er verið að sýna Þresti, sem Jersin framleiddi fyrir Nimbus Film, á kvikmyndahátíðum um allan heim og hefur hún þegar hlotið 17 alþjóðleg verðlaun. 

Árið 2015 gekk Jersin til liðs við fyrirtækið Snowglobe, sem er staðsett í Kaupmannahöfn og undir stjórn Katrinar Pors og Evu Jakobsen. Meðal verkefna hans þar eru nýjar kvikmyndir eftir Amat Escalante, Joachim Trier, Omar Shargawi, Jonas Arnby, Kasper Gaardsøe og Martin Skovbjerg.

Jersin var á meðal þeirra sem valdir voru sérstaklega sem upprennandi framleiðendur á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2016.

FRAMLEIÐSLUUPPLÝSINGAR

Titill á frummáli: Þrestir

Leikstjóri: Rúnar Rúnarsson

Handritshöfundur Rúnar Rúnarsson

Framleiðandi: Mikkel Jersin

Framleiðslufyrirtæki: Nimbus Film

Aðalhlutverk: Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld

Lengd: 99 mínútur.

Dreifing innanlands: Sena

Alþjóðleg dreifing: Versatile Films

Fulltrúar dómnefndar:

Hilmar Oddsson, Börkur Gunnarsson, Helga Þórey Jónsdóttir