Tróndur Bogason

Ljósmyndari
Harald Bjørgvin
Tróndur Bogason tónskáld er tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir verkið „Symfoni nr. 1 & 2 Sólárið“.

Rökstuðningur

Þegar sinfóníuhljómsveit Færeyja óskaði eftir því að Tróndur Bogason (f. 1976) semdi sinfóníu fyrir 40 ára afmæli sveitarinnar árið 2023 höfðu margir þegar búist við slíku verkefni úr smiðju hans í töluverðan tíma, enda er Tróndur eitt hæfileikaríkasta tónskáld Færeyja.

Líkt og titill verksins bendir til hefur tónskáldið nú bætt fyrir takmörkuð afköst á sinfóníusviðinu til þessa með því að semja tvær í einni, og nýtir þar með einnig þann möguleika að sameina hefðbundinn og sígildan stíl (sinfóníu nr. 1) við nútímalegri og þróaðri tækni (sinfóníu nr. 2). 

Með traustvekjandi tæknilegri færni hefur tónskáldinu tekist að skapa sérlega marglaga og fágað sinfónískt verk. 

Notkun tónskáldsins á ljóði eftir Paul Celan, „Wirf das Sonnenjahr“, eykur aðeins á tjáningarkraft Symfoni nr. 1 & 2 fyrir stóra hljómsveit og blandaðan kór.