Tróndur Bogason

Tróndur Bogason
„Barbara” eftir Tróndur Bogason

Tróndur Bogason (fæddur 1976) nam tónsmíðar í Kaupmannahöfn hjá Ib Nørholm, Hans Abrahamsen og Bent Sørensen. Einnig nam hann tónsmíðar í Haag hjá Martijn Padding og Louis Andriessen. Hann hefur skrifað verk fyrir mismunandi samleikshópa, fyrst og fremst í Evrópu, og í verkum hans er oft að finna tilbrigði við raftónlist og/eða leik með rými og víddir. Í verkinu Babel (2007) er ellefu tónlistarmönnum skipt á milli þriggja herbergja þar sem þeir spila þrjú mismunandi tónverk á sama tíma. Sérhvert verk hefur sín sérkenni og er áheyrendum frjálst að fara á milli herbergja og hlýða á verkin. Í verkinu Barbara er nálgunin svipuð þótt allt fari fram í sama herbergi. Fjórir hefðbundnir færeyskir Kingo-sálmar eru sungnir af kór eða einsöngvara, stundum einn, stundum tveir eða fleiri, í mismunandi hljóðumhverfi. Tónverkið var samið fyrir samtímadanssýningu sem byggir á skáldsögu Jørgen-Frantz Jacobsens. Tróndur Bogason hefur unnið til nokkurra verðlauna og hlotið ýmsa styrki. Árið 2010 hlaut hann starfsstyrk til þriggja ára frá.

Tróndur Bogason er nomineret til Nordisk Råds Musikpris 2014