Verðlaunahafi 2012

Ruben Östland og Erik Hemmendorff
Ljósmyndari
Gunnar Bangsmoen, Norsk filminstitutt
Play er listilega útfærð athugun á raunverulegum dæmum um einelti. Á árunum 2006 og 2008 lagði hópur drengja á aldrinum 12-14 ára önnur börn í einelti í 40 tilvikum í miðborg Gautaborgar í Svíþjóð. Drengirnir notuðu sniðuglega útfært bragð sem nefndist „litla bróður bragðið“ eða „bróður bragðið“ sem byggðist á hlutverkaleik og gengjamáli frekar en líkamlegu ofbeldi.

Erik Hemmendorff framleiðandi fékk hugmyndina aðPlayPlay eftir að hafa lesið blaðagrein um röð smáþjófnaða sem framdir voru af ungum drengjum á aldrinum 12 til 14 ára í Gautaborg á tímabilinu 2006 til 2008.

Unglingarnir sem höfðu lagt önnur börn á sama aldri í einelti og rænt þau höfðu notað flókna aðferð sem nefndist „bróður bragðið“ sem fólst í flóknum hlutverkaleik og gengjamáli frekar en líkamlegu ofbeldi.

Með það fyrir augum að rannsaka félagsleg hlutverk og hóphegðun, eins og í fyrri mynd sinni De ufrivillige hóf Östlund að skrifa handritið, rannsaka tilfellið og taka viðtöl við fórnarlömb, gerendur og lögreglu. Hann réð átta áhugamenn, unga drengi, og kvikmyndaði þá í röð langra atriða til þess að efla þá upplifun að um raunverulegan tíma væri að ræða. 

Play Play var heimsfrumsýnd á Cannes Directors Fortnight 2011 þar sem hún hlaut „Coup de coeur“ verðlaunin. Myndin fékk fleiri verðlaun svo sem fyrir bestu mynd á „2 in 1“ kvikmyndahátíðinni í Moskvu, verðlaun fyrir bestu leikstjórn í Tókýó, fyrir bestu leikstjórn og kvikmyndatöku á Guldbagge verðlaunahátíðinni í Svíþjóð 2011 og Greta verðlaunin frá samtökum sænskra kvikmyndagagnrýnenda fyrir bestu sænsku myndina árið 2011.  

Play Play var frumsýnd í sænskum kvikmyndahúsum í nóvember 2011.

Leikstjóri-handritshöfundur - Ruben Östlund

Ruben Östlund tilheyrir nýrri kynslóð sænskra kvikmyndagerðarmanna sem hafa blásið nýju lífi í sænska kvikmyndagerð undanfarinn áratug, þeir storka hefðbundinni kvikmyndagerð með því að beina kastljósinu frekar að því hvernig saga er sögð en að sögunni sjálfri. Verk Ruens einkennast af miklum áhuga á því hvað tengir einstaklinga við nútíma þjóðfélag og á hóphegðun.

Östlund fæddist á Styrsö, lítilli eyju við vesturströnd Svíþjóðar, árið 1974. Hann hóf feril sinn við gerð skíðamynda, og byrjaði snemma að nota löng atriði. Hann stundaði nám við ljósmynda- og kvikmyndadeild háskólans í Gautaborg.

Stuttmynd hans Scen nr. 6882 ur mitt liv hlaut Prix UIP fyrir bestu evrópsku stuttmyndina í Edinborg árið 2005, og Händelse vid bank hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2010.

Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd Gitarrmongot hlaut FIPPRESCI verðlaunin í Moskvu og var tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2005. Önnur mynd hans í fullri lengd Involuntary De ufrivillige var valin í Un Certain Regard í Cannes og hlaut síðar tíu alþjóðleg verðlaun. Þriðja mynd hans Play var frumsýnd á Directors’ Fortnight í Cannes 2011.

Næsta verkefni leikstjórans Turist bliver verður gagnrýnin og fyndin mynd sem fjallar um sænska millistéttarfjölskyldu í sumarfríi, sem lendir í mögulega stórhættulegum aðstæðum. Í myndinni verður eitt af stórkostlegustu snjóflóðaatriðum sem sést hafa á hvíta tjaldinu.

Östlund stofnaði Plattform Produktion ásamt Erik Hemmendorff.

Erik Hemmendorff – Framleiðandi

Erik Hemmendorff, sem fæddist árið 1973, stundaði nám við ljósmynda- og kvikmyndadeild háskólans í Gautaborg þar sem hann kynntist Ruben Östlund. Saman stofnuðu þeir Plattform Produktion árið 2002, en fyrirtækið er talið vera eitt mest nýskapandi framleiðslufyrirtæki í Svíþjóð.

Hemmendorff framleiddi verðlaunamyndir Östlunds Scen nr. 6882 ur mitt liv, De ufrivillige, Händelse vid bankog Play og heimildarkvikmyndirnar En enastående studie i mänsklig förnedring eftir Patrik Eriksson (tekin á farsíma), Hälsningar från skogen eftir Mikel Cee Karlsson og Pangpangbröder eftir Axel Danielsson.

Komandi verkefni Hemmendorf eru m.a. The Tourist fjórða kvikmynd Östlunds í fullri lengd (sem áætlað er að fari í vinnslu í lok árs 2012), ný mynd eftir Mikael Cee Karlsson og tilraunakennt sjónlistakennsluverkefni eftir Axel Danielsson sem unnið er í samstarfi við Gautaborgarháskóla. 
Hann verður einnig meðframleiðandi finnsku kvikmyndarinnar Concrete Night eftir Pirjo Honkasalo og bresku myndarinnar Bypass eftir Duane Hopkins.

Hemmendorff hlaut Lorens verðlaunin sem besti sænski framleiðandinn árið 2008 og var útnefndur „Producer on the Move“ í Cannes árið 2009.

Helstu framleiðsluupplýsingar

Upphaflegur titill

PLAY

Leikstjóri

Ruben Östlund

Handritshöfundur

Ruben Östlund

Framleiðandi

Erik Hemmendorff

Aðalhlutverk

Anas Abdirahman, Sebastian Blyckert, Yannick Diakité, Sebastian Hegmar, Abdiaziz Hilowle, Nana Manu, John Ortiz, Kevin Vaz

Framleiðslufyrirtæki

Plattform Produktion

Lengd

118 mínútur.

Dreifing innanlands

Svensk Filmindustri

Alþjóðleg dreifing

The Coproduction Office