Vatn, náttúra og mannfólk

Áætlun fyrir formennsku Finna í Norrænu ráðherranefndinni 2016

Information

Publish date
Abstract
Norrænt samstarf er afar mikilvægt fyrir norrænu löndin, Finnland þar á meðal. Jafnframt er það mikilvægur þáttur í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi, en markmið þess er öflug Norðurlönd í öflugri Evrópu. Norrænu samstarfi er ætlað að standa vörð um sameiginlega hagsmuni og gildi landanna. Sameiginleg markmið og gildi styrkja stöðu Norðurlanda sem svæðis þar sem nýsköpun og samkeppnishæfni eru á heimsmælikvarða. Samstarfið á sér langa sögu.Meginþemu formennsku Finnlands eru vatn, náttúra og mannfólk. Í formennskutíð sinni vilja Finnar efla starf gegnum tengslanet með raunhæfum markmiðum og verkefnum. Markmið okkar er að auka áhuga á norrænu samstarfi og mikilvægi þess, ekki síst með tilliti til atvinnulífs og borgaralegs samfélags.
Publication number
2015:776