NORÐURLÖND – sjálfbært og samþætt svæði? Áfangaskýrsla vegna vinnunnar við Framtíðarsýn okkar 2030

Information

Publish date
Abstract
Samkvæmt Framtíðarsýn okkar 2030 eiga Norðurlönd að vera sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Markið er sett hátt og því er mikilvægt að grannt sé fylgst með þróun mála svo unnt sé að sjá hvernig Norðurlöndum gengur að uppfylla framtíðarsýnina. Árið 2021 leitaði Norræna ráðherranefndin því til ráðgjafafyrirtækisins Rambøll Management Consulting og óskaði eftir því að fyrirtækið ynni grunnmælingu í tengslum við framtíðarsýnina. Tilgangurinn var að leggja mat á upphafsstöðu Norðurlanda með tilliti til framtíðarsýnarinnar.  Þessi áfangaskýrsla fylgir grunnmælingunni eftir og er ætlað að meta hvar Norðurlönd standa þegar kemur að því að uppfylla framtíðarsýnina um að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Í skýrslunni er lagt út af 45 norrænum þróunarvísum, sem Norræna ráðherranefndin samþykkti árið 2021, og unnið út frá þeirri aðferðafræði sem þróuð var við vinnslu grunnskýrslunnar. Almennt sýnir áfangaskýrslan 2023 að Norðurlönd séu enn á réttri leið til að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi. Einkum á það við um framtíðarsýnina um samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd en lengra er í land áður en markmið um græn Norðurlönd nást að fullu.
Publication number
2023:727