Arendalsvikan 2021: Eitt ár heima. Andleg heilsa barna og ungmenna í og í kjölfar heimsfaraldurs

18.08.21 | Viðburður
 Young woman looking out of window
Ljósmyndari
Martin Zachrisson / Norden.org
Hver hafa áhrif heimsfaraldursins verið á andlega heilsu barna og ungmenna? Kemur einmana kynslóð út úr þessu ástandi? Eða hefur unga fólkinu bara leiðst?

Upplýsingar

Dagsetning
18.08.2021
Tími
10:00 - 11:00
Staðsetning

Nordens Telt
Langbrygga
4841 Arendal
Noregur

Gerð
Viðburður

Hver hafa áhrif heimsfaraldursins verið á andlega heilsu barna og ungmenna? Kemur einmana kynslóð út úr þessu ástandi? Eða hefur unga fólkinu bara leiðst?  

Markmið ráðafólks á Norðurlöndum hefur verið að standa vörð um börn og ungmenni í heimsfaraldrinum. Útfærslan hefur verið mismunandi eftir löndum: Heimakennsla var ráðandi í Danmörku í heilt ár meðan skólar í Svíþjóð voru opnir allan tímann. Í Noregi var farinn millivegur milli þessa. Æfinga- og samkomubann hefur einnig haft áhrif á frítímann. Við fáum að heyra hvernig norræn stjórnmál munu leitast við að ná til þeirra sem þurfa sérstakan stuðning. 

Og við fáum að heyra frá þeim sem málið snýst um. Hvernig hefur eiginlega verið að vera ung á tímum heimsfaraldurs? Unga fólkið svarar sjálft þeirri spurningu.

Þátttakendur

  • Nina Sandberg, Norðurlandaráði
  • Kristin Oudmayer, UNICEF Noregi
  • Martine Antonsen, framkvæmdastjóri Mental Helse Ungdom

Fundarstjóri: Lage Nøst, UNICEF