Leitað er að sérfræðingum með innflytjendabakgrunn í sérfræðihóp

Ahmed Abdirahman, CEO/Founder, the Global Village Foundation.

Ljósmyndari
Martin Thaulow / norden.org
Norræna ráðherranefndin leitar nú að sérfræðingum með innflytjendabakgrunn til að vera til ráðgjafar um lykilatriði í innflytjendamálum.
  • Aðkoma þín mun efla og auka skilning á hvað til þarf til að ná fram árangursríkri aðlögun nýrra borgara á Norðurlöndum.
  • Þú býrð yfir þekkingu frá fyrstu hendi um aðlögun flóttafólks og innflytjenda og hefur flutt til norræns lands.
  • Þekking þín mun bætast við núverandi þekkingargrunn og koma á framfæri sjónarmiðum markhópsins í norrænni samvinnu um aðlögun flóttafólks og innflytjenda.
  • Þú munt sækja fundi og, í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, miðla þekkingu þinni til annarra aðila sem starfa að aðlögunarmálum á Norðurlöndum.

Bakgrunnur

Árið 2016 ákváðu samstarfsráðherrar Norðurlanda að setja á laggirnar samstarfsáætlun um aðlögun flóttafólks og innflytjenda með áherslu á samanburð reynslu og sköpun nýrrar þekkingar. Áætlunin felur í sér tengslamyndun milli opinberra stofnana og borgarasamfélagsins um atriði á borð við tungumál, nýkomin börn og ungmenni og aðlögun að vinnumarkaði. Áætlunin stuðlar einnig að miðlun þekkingar með ráðstefnum, málþingum og vinnustofum og miðlun nýrra rannsóknarniðurstaðna.  Norræna velferðarmiðstöðin er eitt dæmi um þetta starf. Miðstöðin miðlar þekkingu um aðlögun flóttafólks og innflytjenda í gegnum samstarfsáætlunina. Áhersla áætlunarinnar er á skipulagslega og félagslega aðlögun, sem er viðbót við starf annarra sviða (t.d. vinnumarkaðar, menntunar og þjálfunar og heilbrigðis- og félagsþjónustu) með því að miðla nýjustu þekkingu á sviði aðlögunarmála.

 

Árið 2021 var norræni sérfræðingahópurinn um málefni innflytjenda stofnaður til þriggja ára í samræmi við núverandi áætlunartímabil (2022-2024). Upplýsingar um núverandi fulltrúa í norræna sérfræðingahópnum um málefni innflytjenda má finna hér.

 

Norræna samstarfsáætlunin um aðlögun flóttafólks og innflytjenda hefur nú verið framlengd um þrjú ár til viðbótar (2025-2027). Með þessari framlengingu styður Norræna ráðherranefndin einnig við áframhaldandi starfsemi norræna sérfræðihópsins í innflytjendamálum. Núverandi aðilar geta sótt um aftur til jafns við nýja umsækjendur til að tryggja gagnsætt valferli sem viðheldur samfellu í starfinu en fær um leið nýja aðila til vinnunnar.

Félagslega sjálfbær Norðurlönd

Samstarfsáætlunin stuðlar að framtíðarsýninni um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Hún styður sérstaklega við vinnuna við eftirfarandi áherslumál:

  • Samkeppnishæf Norðurlönd – Saman ætlum við að efla grænan hagvöxt á Norðurlöndum, byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu.

 

Hugmyndin með sérfræðihópnum er að stuðla að nánara samtali við nýja norræna borgara sem vilja taka þátt í að gera framtíðarsýnina að veruleika, sér í lagi hvað varðar markmiðin sem tengjast samstarfsáætluninni um aðlögun flóttafólks og innflytjenda.

Starfssvið

Sérþekking þín og innflytjendabakgrunnur mun veita okkur: 

  • góðan og fjölbreyttan þekkingargrunn fyrir norrænt samstarf á sviði innflytjendamála
  • víðtækan skilning á málefnum flóttafólks og innflytjenda, sem byggir á svipuðum sérfræðihópum í löndunum
  • aukin tækifæri til að taka tillit til sjónarmiða markhópsins í vinnunni við samstarfsáætlunina um aðlögunarmál

 

Norræna ráðherranefndin mun standa fyrir staðarfundum og netfundum og samræma dagskrána í samvinnu við formann norræna sérfræðihópins um innflytjendamál. Áhersla verður lögð á tengslamyndun, umræður um tiltekin þemu og upplýsingagjöf um málefni sem eru í brennidepli.

 

Sérfræðingahópurinn mun einnig fá tækifæri til að eiga samtal við aðila sem bera ábyrgð á samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um aðlögunarmál og vinnuhópinn henni tengdan sem samanstendur af fulltrúum ráðuneyta landanna sem hafa með aðlögunarmál að gera. Á fundunum gefst tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum um rekstrarleg, þematengd og stefnumótandi atriði sem tengjast framkvæmd samstarfsáætlunarinnar um aðlögunarmál.

 

Tveir fulltrúar frá hverju hinna fimm norrænu ríkja, auk Grænlands, Færeyja og Álandseyja, eiga sæti í sérfræðihópnum. Hópurinn verður starfræktur í þrjú ár og verður nýr formaður kjörinn hvert ár. Formaðurinn mun hafa samráð við Norrænu ráðherranefndina um dagskrána og funda með Norrænu ráðherranefndinni og vinnuhópi samstarfsáætlunarinnar á fyrsta ársfjórðungi hvers árs til að skipuleggja starfsemina á árinu. Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar verður skrifstofa sérfræðihópsins og annast fundargerðir. Þátttaka í sérfræðihópnum er sjálfboðavinna og engin þóknun verður greidd fyrir setu í honum. Í sérstökum tilvikum mun Norræna ráðherranefndin endurgreiða ferðakostnað.

Hæfniskilyrði

Allir aðilar í sérfræðihópnum skulu

  • starfa fyrir aðila sem vinna að aðlögunarmálum eða taka þátt sem einstaklingar í málefnasviðum sem tengjast aðlögun flóttafólks og innflytjenda
  • hafa þekkingu á einu eða fleiru eftirfarandi sviða: vinnumarkaði, menntun og þjálfun, heilsugæslu og félagslegri umönnun, jafnrétti kynjanna, lýðræði og borgararéttindum, aðskilnaði
  • vera fæddir utan Norðurlanda og hafa flutt til norræns lands
  • hafa fullt vald á norrænu máli og/eða ensku

Umsóknarferlið

Fylltu út umsóknareyðublaðið með upplýsingum um: 

  1. Námsferil og núverandi starf.
  2. Þekkingu þína á aðlögun flóttafólks og innflytjenda.
  3. Ástæður þess að þú vilt starfa í hópnum.

 

Vinnuhópurinn fyrir samstarfsáætlun um aðlögunarmál mun velja fulltrúa í sérfræðihópinn. Í valferlinu verður leitast við að tryggja sem mesta fjölbreytni hvað varðar sérfræðisvið, aldur, upprunaland/nýtt heimaland og kyn.

 

Opnað verður fyrir umsóknir hinn 05.09.2024. Síðasti umsóknardagur er 13.10.2024. Áætlað er að umsóknarferlinu verði lokið fyrir 01.12.2024.