Heildrænar lausnir í orkumálum – nýtt tölublað „Green Growth the Nordic Way“

03.11.16 | Fréttir
Byhave i Helsinki
Ljósmyndari
Benjamin Suomela / Norden.org
Sjálfbær byggingarstarfsemi og byggilegar, snjallar og sjálfbærar borgir eru forgangssvið í norrænu samstarfi, sem lumar á mörgum dæmum um víðtækar lausnir þar sem fólk er í fyrirrúmi. Í þessu tölublaði „Green Growth the Nordic Way“ má lesa um það hvernig snjallar norrænar orkulausnir við algengum viðfangsefnum borga geta stytt leiðina að framtíðarsýn Norðurlanda um kolefnishlutleysi – sýn sem ekki ætti að verða jörðinni of dýrkeypt að hrinda í framkvæmd.

Heildræn og mannleg sjónarhorn verða áfram í fyrirrúmi þegar Norðurlöndin kynna loftslagslausnir sínar í tengslum við loftslagsviðræður Sameinuðu þjóðanna (COP22) í Marrakech, dagana 7.–18. nóvember. Í blaðinu er einnig gefinn forsmekkur af norræna verkefninu „Green to Scale“ og sagt frá norrænum dæmum þar sem vel hefur tekist til við að draga úr kolefnislosun, en ef þessi dæmi yrðu tekin til fyrirmyndar í öðrum, stærri heimshlutum gæti það stuðlað að því svo um munaði að markmiðum Parísarsamkomulagsins yrði náð. Verkefninu verður formlega ýtt úr vör á COP22.

Í blaðinu má einnig lesa um átaksverkefni norrænu forsætisráðherranna til að takast á við loftslagsbreytingar og önnur hnattræn viðfangsefni.

Lesið nýtt tölublað „Green Growth the Nordic Way“