Norrænt samstarf til að koma í veg misnotkun barna á Netinu

08.04.14 | Fréttir
Skolebarn, København
Ljósmyndari
Karin Beate Nøsterud/norden.org
Norðurlandaráð leggur til að ríkisstjórnir Norðurlanda komi á föstu samstarfi um netglæpi til að koma í veg fyrir birtingu mynda af misnotkun barna og nettælingu. Norðurlandaráð leggur jafnframt til að tillit til réttinda barna verði fastur þáttur í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar að dóms- og mannréttindamálum.

Á árinu 2014 eru 25 ár liðin frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður og verður þess minnst 20. nóvember 2014. Á þessum 25 árum hefur orðið til nýr vettvangur fyrir brot gegn börnum undir átján ára aldri; Netið.

Lögreglan er oft ráðalaus gagnvart því þegar fullorðið fólk ávinnur sér trúnað barna sem það misnotar. Norðmenn settu þess vegna lög gegn nettælingu árið 2007 að fyrirmynd breskra laga sem hafa gert lögreglunni auðveldara fyrir að hindra misnotkun áður en hún á sér stað. Nettæling hefur ítrekað verið til umræðu hjá dómsmálaráðherrum Norðurlanda.

Vörn gegn nettælingu

Börn þurfa aukna vernd gegn misnotkun og kynferðislegri áreitni á Netinu og þess vegna vill Norðurlandaráð koma á föstu norrænu samstarfi gegn netglæpum. Norðurlandaráð álítur að ríkisstjórnir Norðurlanda þurfi að fylgjast vel með þróun netglæpa gegn börnum þannig að ekki verði til glufur í löggjöf sem brotamenn geta nýtt sér.

Tillagan er afrakstur starfs borgara- og neytendanefndar Norðurlandaráðs.