Nýr svanur

31.10.16 | Fréttir
En ny svan är född
Ljósmyndari
norden.org
Norðurlandaráð, Norræna ráðherranefndin og norrænar stofnanir kynna nýtt sjónrænt auðkenni samstarfsins þann 1. nóvember þegar Norðurlandaráð þingar í Kaupmannahöfn. Nýtt sjónrænt auðkenni samstarfsins er þáttur í nútímavæðingu samstarfsins einnig á öðrum sviðum.

Svanurinn verður áfram tákn norrænnar samvinnu. Stafræn hönnun nýja svansins er nútímalegri og hentugri en sú fyrri.

„Norrænt samstarf hefur tekið miklum breytingum frá því að fyrsta svansmerkið var tekið í notkun,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Ekki þar með sagt að svanurinn hafi misst táknræna merkingu sína. Svanurinn stendur enn fyrir traust, heiðarleika og frelsi. 

Nýja svansmerkið gerði danski hönnuðurinn Bo Linnemann. Fyrra svansmerkið hannaði finnski grafíklistamaðurinn Kyösti Varis árið 1985. 

Svanurinn hefur ekki misst táknræna merkingu sína. Svanurinn stendur enn fyrir traust, heiðarleika og frelsi. 

Eitt markmið umbótanna er að það komi greinilega fram hvaða stofnanir eru hluti af opinberu norrænu samstarfi. Nýi svanurinn verður sameiginlegt merki þeirra allra. Þá gerir nýja merkið greinilegri mun á Norðurlandaráði sem er samstarfsvettvangur þjóðþinganna og Norrænu ráðherranefndinni, samstarfsvettvangi ríkisstjórnanna.

„Mikill munur er þar á og við fögnum því að merkið sýni það líka,“ segir Britt Bohlin, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs.

Norrænt samstarf leggur áherslu á sjálfbærar lausnir í öllum sínum störfum og því mun sjónræna auðkennið breytast smám saman. Prentuðu efni verður ekki fargað heldur verður nýtt prentefni ekki tekið í notkun fyrr en gamlar birgðir eru uppurnar. Stafrænar breytingar gerast þó samstundis, á norden.org, vefsíðu norrænnar samvinnu og á samfélagsmiðlum.