Aina Basso

Aina Basso
Ljósmyndari
Tove K. Breistein
Aina Basso: Inn i elden, 2012

Á 17. öld voru alls 80 galdranornir dæmdar til dauða á báli í Finnmörku. Í þessari skáldsögu kynnumst við tveimur ungum stúlkum og ólík örlög þeirra í þessum dramatíska hluta af norskri sögu. Í skáldsögunni eru tvær samhliða raddir, hin ríka Dorothe frá Kaupmannahöfn og hin fátæka Elen, dóttir „viturrar konu“ í Finnmörku. Þegar Dorothe er 16 ára gömul er hún látin giftast sér mikið eldri manni og fer með honum til Vardø, þar sem líf Dorothe og Elen tengjast á dramatískan hátt.

Skáldsagan byggir á traustum, sögulegum grunni. Basso notar tilvitnanir úr upprunalegum svartbókum og réttarskjölum frá 17.öld. Um leið og þetta er öflug frásögn um tvær stúlkur með ólíkan bakgrunn á leið inni í fullorðinsheiminn. Sagan er vel uppbyggð og tungumálið er kröftugt og myndrænt, engum orðum er þar ofaukið. Raunsæis frásögn er brotin upp með draumum og fyrirboðum. Basso sýnir okkur hvert stefnir fyrir Elen og móður hennar með fjölda ábendinga. Við nálgumst eldinn skref fyrir skref og á meðan við lesum vitum við að það er engin undankomuleið, við verðum að vera með alla leið „inn í eldinn“.     

Bókin var tilnefnd til Braga verðlaunanna og bókmenntaverðlauna menningarmálaráðuneytisins árið 2012.

Aina Basso (f.1979) er sagnfræðingur og hefur skrifað þrjár sögulegar skáldsögur.