Húsnæðisfélagið Iserit A/S – Grænland

iserit miljøpris 2024 GL
Ljósmyndari
Private
Fyrsta sjálfbærnivottaða byggingarfélagið á Grænlandi.

Húsnæðisfélagið Iserit A/S er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2024.

Á Grænlandi, þar sem ísinn bráðnar sex sinnum hraðar en áður var talið, stendur sveitarfélagsrekna húsnæðisfélagið Iserit A/S á bak við athyglisverðar framkvæmdir þar sem hver einasti þáttur, frá framleiðslu hráefnis, flutningi, vinnuaðstæðna og úrgangsmeðhöndlunar til félagslegra aðstæðna hefur verið endurhugsaður og gerður grænni.

Árið 2022 byggði félagið 48 DGNB-vottaðar íbúðir í Nuuk á Grænlandi. DGNB-vistvottunin er byggð á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og tekur mið af jafnt umhverfislegum, efnahagslegum sem félagslegum þáttum. Aðlaga þurfti DGNB-vistvottunina að grænlenskum aðstæðum og var það gert í samvinnu við Green Building Council í Danmörku. Meðal annars voru það þættir sem lúta að orkunotkun og heildarfjárhag sem voru aðlagaðir því aukin hitunarþörf fylgir kaldara loftslagi auk þess sem framkvæmdir eru kostnaðarsamari á Grænlandi en annars staðar, meðal annars vegna flutninga. Í þeim íbúðum sem byggðar voru tókst að ná fram orkuþörf sem er 50 prósentum lægri en byggingarreglugerð gerir ráð fyrir.

Iserit hefur náð árangri í byggingarframkvæmdum sem eru leiðandi og gefa gott fordæmi á Agrænlandi.