Tyler Futrell

Ljósmyndari
Tyler Futrell
Tyler Futrell tónskáld er tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir verkið „Stabat Mater“ (2021).

Tónskáldið Tyler Futrell (f. 1983) er búsettur í Ósló en á rætur að rekja til Norður-Kaliforníu. Fjölbreytilegt höfundarverk hans spannar kammertónlist, verk fyrir hljómsveitir, sönglög og sviðsverk.       

 

Stabat Mater er sérlega sterkt verk sem potar í ringulreiðina innra með okkur á hátt sem er ljótur og fallegur í senn. Hinar leikrænu hliðar verksins hrífa hlustandann með sér og sú botnlausa angist sem fylgir barnsmissi lætur engan ósnortinn. Strengjasveit, semball og einleikarar renna saman í einn líkama og rödd og mitt í öllum sársaukanum er tónlistin jafnframt svo falleg að það er hreinlega sárt. Að forminu til kemur verkið fyrir sem heildstætt og úthugsað. 

 

Stabat Mater var frumflutt á alþjóðlegu kirkjutónlistarhátíðinni í Ósló af TERJUNGENSEMBLE, Silje Aker Johnsen sópransöngkonu og Astrid Nordstad messósópran. Hljómsveitarstjóri var Lars-Erik ter Jung. Verkið hefur einnig verið flutt á tónlistarhátíðinni í Harðangri og á Fjord Classics, svo eitthvað sé nefnt.