Alþjóðamál á dagskrá fundar fjármálaráðherra Norðurlanda

28.10.16 | Fréttir
Møde i MR-Finans i Helsingfors
Ljósmyndari
NMR
Fjármálaráðherrar Norðurlanda funduðu í Helsinki 28. október. Meginumræðuefnin voru Brexit og aðlögun nýrra innflytjenda.

Ráðherrarnir ræddu einkum efnahagsleg og pólitísk áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu á Norðurlöndin. Einnig var rætt um þau úrlausnarefni sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir til skemmri og millilangs tíma í tengslum við Brexit.

Petteri Orp, fjármálaráðherra Finna, sem stýrði fundinum, sagði að Brexit væri eitt þeirra mála sem sýndi þörfina á að Norðurlönd skiptist stöðugt á reynslu og hafi áfram náið samstarf,

Í umræðu um flóttamannamálin lögðu ráðherrarnir áherslu á að nýir innflytjendur kæmust sem fyrst inn á vinnumarkað. Það væri best fyrir innflytjendurna sjálfa, samfélagið og fjárhag hins opinbera. Ráðherrarnir skiptust meðal annars skoðunum um afleiðingar aukins fjölda innflytjenda á ríkisfjármálin. 

Samræður fjármálaráðherranna koma í kjölfar fundar þeirra í fyrra og eru jafnframt þáttur í samstarfsáætlun sem samstarfsráðherrar Norðurlanda samþykktu í júlí sl. Samstarfsáætlunin tekur til flestra fagráðherranefnda sem heyra undir Norrænu ráðherranefndina. Fjármálaráðherrar Norðurlanda hittast árlega til að ræða þau efnahagslegu viðfangsefni sem eru efst á baugi og sameiginleg úrlausnarefni.