Margot Wallström mætir á þemaþing Norðurlandaráðs

28.03.17 | Fréttir
Margot Wallström
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Þrír norrænir samstarfsráðherrar taka þátt í umræðu um samskipti Norðurlanda við Bandaríkin en hún fer fram á þemaþingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 4. apríl. Ráðherrarnir eru þau Margot Wallström frá Svíþjóð, Frank Bakke-Jensen frá Noregi og Nina Fellman frá Álandseyjum.

Yfirskrift þemaumræðunnar er Norðurlönd og Bandaríkin – nýjar forsendur. Er þetta í fyrsta sinn sem þingfulltrúum Norðurlandaráðs og ráðherrum norrænnar samvinnu gefst kostur á að ræða utanríkismál líðandi stundar og stöðuna í heiminum eftir að nýr forseti tók við völdum í Bandaríkjunum.

„Þörf er á nánu samstarfi milli norrænna nágrannaþjóða til þess að sýna fram á að Norðurlönd og Bandaríkin eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta í viðskiptum og öryggismálum,“ segir Margot Wallström, utanríkisráðherra og norrænn samstarfsráðherra Svíþjóðar.

Umræðan hefst í Förstakammarsalen í sænsku þinghöllinni klukkan 10. Ráðherrarnir þrír halda stuttar ræður og að því loknu taka þingmenn Norðurlandaráðs til máls áður en umræða hefst.

Þemaumræðan verður í beinni útsendingu á sænsku sjónvarpsrásinni SVT Forum og í beinu streymi á netinu. Þing Norðurlandaráðs heldur áfram í Förstakammarsalen að lokinni þemaumræðu og þingslit verða kl. 15.

Umræðan og þemaþingið er opið fjölmiðlum. Enginn formlegur blaðamannafundur verður með ráðherrunum en að umræðu lokinni kl. 11:30 ræða þeir stuttlega við fjölmiðlafólk fyrir utan Förstakammarsalen.

Fjölmiðlafulltrúi Margot Wallström er Erik Wirkensjö, +46 70 317 64 71, erik.wirkensjo@gov.se.

Fjölmiðlafulltrúi Franks Bakke-Jensen er Siri R. Svendsen, +47 976 87 801, siri.svendsen@mfa.no.

Svör við öðrum spurningum veitir Matts Lindqvist, ráðgjafi á samskiptasviði, +45 29 69 29 05, matlin@norden.org.