„Nordens bäste“ sjónvarpað í öllum Norðurlöndunum

30.10.14 | Fréttir
Vinnare av Nordiska rådets priser 2014
Ljósmyndari
Magnus Froderberg/norden.org
Sænska ríkissjónvarpið framleiðir þátt undir nafninu „Nordens bäste“ með hápunktum verðlaunaafhendingar Norðurlandaráðs, sem fram fór í ráðhúsinu í Stokkhólmi á miðvikudag, auk viðtala við verðlaunahafa undir umsjón þáttastjórnendanna Jessiku Gedin og Kristofers Lundström frá Babel og Kobra.

Þátturinn „Nordens bäste“ verður sýndur á

SVT2 föstudag 31. október kl. 20 og endursýndur laugardag 1. nóvember kl. 18.

Þátturinn verður sýndur á öllum ríkissjónvarpsstöðvum Norðurlanda:

Finnland: Á YLE5 föstudag 31. október kl. 23 (að finnskum tíma) og mánudag 3. nóvember kl. 16:25 (með finnskum texta)

Noregur: Á NRK 1. nóvember kl. 20

Danmörk: Á DRK sunnudag 2. nóvember kl. 20

Ísland: Á RÚV 5. nóvember kl. 22:20 (að íslenskum tíma).