Norrænar loftslagsaðgerðavikur í desember

22.11.19 | Fréttir
Join the Nordic Climate Action Week at Norrsken House in Stockholm from 2 to 13 December.

Join the Nordic Climate Action Week at Norrsken House in Stockholm from 2 to 13 December.

Ljósmyndari
Morgan Ekner

Komdu í Norrsken í Stokkhólmi og taktu þátt í norrænu loftslagsaðgerðavikunni 2. til 13. desember.   

Hittið okkur í Stokkhólmi 2.-13. desember meðan loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur og ræðum um það hvernig Norðurlöndin geta farið í raunverulegar loftslagsaðgerðir.

Samkvæmt nýrri framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf ætlum við að verða sjálfbærasta svæði heims fyrir árið 2030. Þetta er fremur metnaðarfullt markmið en hver ætti að geta það ef við getum það ekki?

Við eigum auðlindir og þekkingu, við höfum pólitískan vettvang og borgara sem eru meðvitaðir um loftslagsmál og krefjast breytinga.

Við skulum því ræða um það hvernig við komumst þangað.

Sjáumst við þar?

Fyrstu vikuna í desember býður norrænt samstarf fólki að koma í Norrsken, Birger Jarlsgatan 57 C í Stokkhólmi, til að ræða um leiðina sem er framundan. Tilefnið er árleg loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna - COP25 sem á sér stað í Madrid 2.-13. desember.

Bakdyr að loftslagsráðstefnunni

Þú þarft ekki að fara til Madridar til þess að taka þátt og verða fróðari um það hvað er að gerast þegar leiðtogar heimsins koma saman til þess að takast á við loftslagsvána.

Þú getur komið til Stokkhólms í staðinn. Við höfum boðið sérfræðingum, félagasamtökum og síðast en ekki síst almenningi sem er meðvitaður um lofslagsmál til Norrsken í miðborg Stokkhólms. Við erum einnig að búa til sýndarbakdyr að loftslagsráðstefnunni í Madrid, COP25. Sérfræðingar og gestir í Madrid verða með okkur í mynd og deila með okkur og ræða sérfræðiþekkingu sína og baksviðsþekkingu á loftslagsviðræðunum.

Metnaðurinn stendur til þess að opna loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir almenningi til þess að:

  • ræða helstu og erfiðustu áskoranir í loftslagsmálum, bæði í norrænu samhengi og á heimsvísu. 
  • leggja áherslu á norrænar lausnir á vandamálum á heimsvísu og ávinninginn af þeim fyrir aðrar þjóðir.   
  • varpa fram nýjum spurningum og leita svara sem geta ýtt undir aðgerðir í þágu loftslagsins.

 Samstarfsaðili okkar að viðburðunum í Norrsken er Global Utmaning og We Don't have time.

Málefnadagar í norrænu loftslagsaðgerðavikunum:

Kynntu þér dagskrá norrænu loftslagsaðgerðavikunnar

Nánari upplýsingar munu berast svo best er að fylgjast með. Vonumst til að sjá þig þar!